Hótar hefndaraðgerðum Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 12:05 Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Það er engu líkara en kalt stríð sé aftur skollið á milli vesturs og austurs. Eldflaugavarnarskjöldurinn sem Bandaríkjamenn ætla sér að reisa í Póllandi og radarkerfið sem á að koma upp í Tékklandi hafa valdið Pútín hugarandri og hann hefur ekki farið dult með það. Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að stjórnvöld í Moskvu myndu grípa til hefndaraðgerða eins og hann kallaði það ef ráðamenn í Washington héldu áformum sínum til streitu. Bandarísk stjórnvöld segja mikilvægt að koma upp kerfi sem þessu í ríkjunum tveimur til að verjast mögulegri kjarnorkuógn frá Íran og Norður-Kóreu. Pútín segir hvorki Írana né Norður-Kóreumenn eiga eldflaugar af þeirri gerð sem kerfið sé hannað til að verjast. Það bendi til þess að kerfið sé sett upp til að verjast Rússum. Auk þess verði kerfið þannig upp sett að það nái til rússnesks landsvæðið allt að Úralfjöllum. Forsetinn sagðist vona að ráðamenn í Washington sæju að sér en ef ekki yrðu Rússar að búa til og reisa eigið kerfi sem svar við því bandaríska. Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera í gær bætti forsetinn svo um betur og gaf þar til kynna að Rússar kynnu að svara með því að beina kjarnorkuvopnum sínum að Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna. Rússar gerðu í síðustu viku tilraunir með stýriflaugar og skotflaugar sem geta borið marga kjarnaodda. Í morgun sagði Pútín svo hlægilega kröfu Breta um framsal á Adrei Lugovoj, fyrrverandi njósnara KGB, vegna morðsins á Alexander Litvinenko. Samkvæmt stjórnarskrá mætti ekki framselja rússneskan ríkisborgara til Bretlands og hæddist hann að breskum saksóknurum fyrir að hafa ekki vitað það. Pútín sagði hægt að kæra Lugovoj í Rúslandi fyrir glæpi í öðru landi en Bretar hefðu ekki lagt fram nægileg sönnunargögn í málinu. Það er því ljóst að fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Þýsalandi í vikunni verður áhugaverður. Þar hittir Pútín Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hafa þeir nú um margt að ræða. Erlent Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Það er engu líkara en kalt stríð sé aftur skollið á milli vesturs og austurs. Eldflaugavarnarskjöldurinn sem Bandaríkjamenn ætla sér að reisa í Póllandi og radarkerfið sem á að koma upp í Tékklandi hafa valdið Pútín hugarandri og hann hefur ekki farið dult með það. Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að stjórnvöld í Moskvu myndu grípa til hefndaraðgerða eins og hann kallaði það ef ráðamenn í Washington héldu áformum sínum til streitu. Bandarísk stjórnvöld segja mikilvægt að koma upp kerfi sem þessu í ríkjunum tveimur til að verjast mögulegri kjarnorkuógn frá Íran og Norður-Kóreu. Pútín segir hvorki Írana né Norður-Kóreumenn eiga eldflaugar af þeirri gerð sem kerfið sé hannað til að verjast. Það bendi til þess að kerfið sé sett upp til að verjast Rússum. Auk þess verði kerfið þannig upp sett að það nái til rússnesks landsvæðið allt að Úralfjöllum. Forsetinn sagðist vona að ráðamenn í Washington sæju að sér en ef ekki yrðu Rússar að búa til og reisa eigið kerfi sem svar við því bandaríska. Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera í gær bætti forsetinn svo um betur og gaf þar til kynna að Rússar kynnu að svara með því að beina kjarnorkuvopnum sínum að Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna. Rússar gerðu í síðustu viku tilraunir með stýriflaugar og skotflaugar sem geta borið marga kjarnaodda. Í morgun sagði Pútín svo hlægilega kröfu Breta um framsal á Adrei Lugovoj, fyrrverandi njósnara KGB, vegna morðsins á Alexander Litvinenko. Samkvæmt stjórnarskrá mætti ekki framselja rússneskan ríkisborgara til Bretlands og hæddist hann að breskum saksóknurum fyrir að hafa ekki vitað það. Pútín sagði hægt að kæra Lugovoj í Rúslandi fyrir glæpi í öðru landi en Bretar hefðu ekki lagt fram nægileg sönnunargögn í málinu. Það er því ljóst að fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Þýsalandi í vikunni verður áhugaverður. Þar hittir Pútín Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hafa þeir nú um margt að ræða.
Erlent Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira