Stefnir í blóðug átök Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 18:30 Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. Miðstjórn Fatah kom saman til fundar síðdegis þar sem framtíð þjóðstjórnarinnar var rædd. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir frá því hún var mynduð. Fari svo að liðsmenn Fatah dragi sig úr stjórninni getu Abbas ákveðið að mynda nýja sem starfi í umboði hans, en hún þyrfti samþykki þings þar sem Hamas-liðar hafa meirihluta. Forsetinn getur einnig boðað til kosninga en það myndu Hamas-liðar telja valdaránstilraun af hans hálfu. Hart hefur verið barist á Gaza-svæðinu í dag - þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi. Byssumenn Hamas réðust á höfuðstöðvar sérsveita Fatah á norðurhluta svæðisins og sagði Abbas forseti Palestínumanna það tilraun Hamas til valdaráns. Aðgerðum Hamas var svarað með flugskeytaárás á heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, en hann var ekki heima við. Ráðherra Hamas var síðan rænt. Til skotbardaga kom víða í Gaza-borg þar sem Fatah-liðar umkringdu höfuðstöðvar Al-Aqsa sjónvarpsstöðvar sem fulltrúar Hamas reka. Skömmu síðar voru sýndar myndir af því þegar liðsmenn Fatah voru yfirbugaðir og útsendingum haldið áfram. En á meðan allt stefnir í blóðuga baráttu milli Palestínumanna er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar semji um frið. Ráðamenn í Sýrlandi segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Byggt yrði á Madridar ályktuninni svokölluðu. Í henni sé kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi áður en samið verði um frið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn því að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur herská samtök. Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu fyrir fjörutíu árum. Erlent Fréttir Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. Miðstjórn Fatah kom saman til fundar síðdegis þar sem framtíð þjóðstjórnarinnar var rædd. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir frá því hún var mynduð. Fari svo að liðsmenn Fatah dragi sig úr stjórninni getu Abbas ákveðið að mynda nýja sem starfi í umboði hans, en hún þyrfti samþykki þings þar sem Hamas-liðar hafa meirihluta. Forsetinn getur einnig boðað til kosninga en það myndu Hamas-liðar telja valdaránstilraun af hans hálfu. Hart hefur verið barist á Gaza-svæðinu í dag - þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi. Byssumenn Hamas réðust á höfuðstöðvar sérsveita Fatah á norðurhluta svæðisins og sagði Abbas forseti Palestínumanna það tilraun Hamas til valdaráns. Aðgerðum Hamas var svarað með flugskeytaárás á heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, en hann var ekki heima við. Ráðherra Hamas var síðan rænt. Til skotbardaga kom víða í Gaza-borg þar sem Fatah-liðar umkringdu höfuðstöðvar Al-Aqsa sjónvarpsstöðvar sem fulltrúar Hamas reka. Skömmu síðar voru sýndar myndir af því þegar liðsmenn Fatah voru yfirbugaðir og útsendingum haldið áfram. En á meðan allt stefnir í blóðuga baráttu milli Palestínumanna er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar semji um frið. Ráðamenn í Sýrlandi segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Byggt yrði á Madridar ályktuninni svokölluðu. Í henni sé kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi áður en samið verði um frið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn því að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur herská samtök. Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu fyrir fjörutíu árum.
Erlent Fréttir Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira