Spænska félagið Inditex, móðurfélag fatakeðjunnar Zara skilaði hagnaði upp á rúmar 200 milljónir evra, jafnvirði 17 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarfjórðungi, sem náði frá febrúar til apríl. Þetta er meiri hagnaður en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir.
Betri sala á vörum undir merkjum Zöru utan Spánar og hagræðing í rekstri fyrirtækisins keyrði hagnað fyrirtækisins. Þá mun veiking bandaríkjadal gagnvart öðrum gjaldmiðlum eiga hlut að máli en fyrirtækið greiðir fyrir vörur með dölum.
Zara, sem rekur verslanir hér á landi, ætlar í mikla útrás og ætlar að opna á bilinu 440 til 520 nýjar verslanir víða um heim á þessu ári.