Hamas herðir tökin á Gaza Jónas Haraldsson skrifar 14. júní 2007 11:06 Vígamenn Hamas sjást hér ganga um götur Gaza í morgun. MYND/AFP Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Vopnaður armur Hamas sagðist í morgun engar skipanir hafa fengið um að leggja niður vopn sín og stuttu seinna skipaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah samtakanna, varðsveitum sínum að svara árásum Hamasliða. Búist er við yfirlýsingu frá Abbas síðar í dag um framtíð þjóðstjórnarinnar. Heimildarmenn úr innsta hring Abbas segja að hann sé að velta fyrir sér hvort gera eigi breytingar á ríkisstjórninni eða hætta stjórnarsamstarfi með Hamas. Fatah myndaði þjóðstjórn með Hamas samtökunum í febrúarlok á þessu ári og hefur hún enst rúma þrjá mánuði. Í dag setti Hamas Fatah þann úrslitakost að leggja niður vopn fyrir klukkan fjögur á morgun ellegar láta taka þau af sér með valdi. Fyrr í morgun tóku Hamas samtökin yfir eina af aðalbyggingum öryggissveita Fatah hreyfingarinnar. Fólkinu sem var innandyra var gefinn frestur til þess að forða sér áður en árásin var gerð. Nú rétt í þessu var Hamas svo að krefjast þess að Fatah yfirgefi aðra mikilvæga byggingu en enn hefur ekki verið brugðist við því. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þær vera að íhuga hvort senda ætti friðargæsluliða á svæðið. Hann sagði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa haft orð á því. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig sagt að það væri einn af möguleikunum í stöðunni. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu þar sem þeir telja að þeir muni flækjast fyrir öryggisaðgerðum þeirra. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Erlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Vopnaður armur Hamas sagðist í morgun engar skipanir hafa fengið um að leggja niður vopn sín og stuttu seinna skipaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah samtakanna, varðsveitum sínum að svara árásum Hamasliða. Búist er við yfirlýsingu frá Abbas síðar í dag um framtíð þjóðstjórnarinnar. Heimildarmenn úr innsta hring Abbas segja að hann sé að velta fyrir sér hvort gera eigi breytingar á ríkisstjórninni eða hætta stjórnarsamstarfi með Hamas. Fatah myndaði þjóðstjórn með Hamas samtökunum í febrúarlok á þessu ári og hefur hún enst rúma þrjá mánuði. Í dag setti Hamas Fatah þann úrslitakost að leggja niður vopn fyrir klukkan fjögur á morgun ellegar láta taka þau af sér með valdi. Fyrr í morgun tóku Hamas samtökin yfir eina af aðalbyggingum öryggissveita Fatah hreyfingarinnar. Fólkinu sem var innandyra var gefinn frestur til þess að forða sér áður en árásin var gerð. Nú rétt í þessu var Hamas svo að krefjast þess að Fatah yfirgefi aðra mikilvæga byggingu en enn hefur ekki verið brugðist við því. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þær vera að íhuga hvort senda ætti friðargæsluliða á svæðið. Hann sagði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa haft orð á því. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig sagt að það væri einn af möguleikunum í stöðunni. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu þar sem þeir telja að þeir muni flækjast fyrir öryggisaðgerðum þeirra. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess.
Erlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira