Fjöldi kylfinga notar ólögleg lyf 18. júlí 2007 17:28 Gary Player segir lækna ráðleggja sér að taka vaxtarhormón í hvert skipti sem hann fer til þeirra NordicPhotos/GettyImages Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. "Ég veit fyrir víst að kylfingar eru að nota ólögleg lyf. Ég myndi skjóta á að væru um 10 kylfingar að nota þau - ekki færri - en mögulega miklu fleiri," sagði Player. Hann segir tvo kylfinga hafa svarið fyrir sér að þeir væru að nota lyf eins og vaxtarhormón. "Einn þeirra sagði mér að hann væri að nota lyf og ég sór að nafngreina hann ekki. Ég sá greinilega breytingu á honum. Annar sagði mér frá nokkrum öðrum sem hann vissi fyrir víst að væru að taka ólögleg lyf," sagði sá gamli og bætti við að sér sjálfum hafi oft verið boðið að taka vaxtarhormón. "Það er eins og hver einast læknir sem ég fer til segi við mig; "Gary, þú verður að nota HGH (vaxtarhormón). Þú færð stinnari húð, betra hár og slærð boltann miklu lengra"." "Ég svaraði honum því til að ég ætti 20 barnabörn og væri búinn að gera það sem ég vildi gera í golfinu - að ég vildi ekki taka eitthvað inn sem ég vissi ekki hvað myndi gera mér," sagði Player. Hann vill að tekin verði upp lyfjapróf í golfi tafarlaust, en þegar eru uppi áform um að byrja á því á næsta ári. Golf Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. "Ég veit fyrir víst að kylfingar eru að nota ólögleg lyf. Ég myndi skjóta á að væru um 10 kylfingar að nota þau - ekki færri - en mögulega miklu fleiri," sagði Player. Hann segir tvo kylfinga hafa svarið fyrir sér að þeir væru að nota lyf eins og vaxtarhormón. "Einn þeirra sagði mér að hann væri að nota lyf og ég sór að nafngreina hann ekki. Ég sá greinilega breytingu á honum. Annar sagði mér frá nokkrum öðrum sem hann vissi fyrir víst að væru að taka ólögleg lyf," sagði sá gamli og bætti við að sér sjálfum hafi oft verið boðið að taka vaxtarhormón. "Það er eins og hver einast læknir sem ég fer til segi við mig; "Gary, þú verður að nota HGH (vaxtarhormón). Þú færð stinnari húð, betra hár og slærð boltann miklu lengra"." "Ég svaraði honum því til að ég ætti 20 barnabörn og væri búinn að gera það sem ég vildi gera í golfinu - að ég vildi ekki taka eitthvað inn sem ég vissi ekki hvað myndi gera mér," sagði Player. Hann vill að tekin verði upp lyfjapróf í golfi tafarlaust, en þegar eru uppi áform um að byrja á því á næsta ári.
Golf Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira