Garcia í vænlegri stöðu á opna breska 21. júlí 2007 19:45 NordicPhotos/GettyImages Spánverjinn Sergio Garcia er í góðri stöðu til að vinna sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir að hann lauk öðrum hringnum á opna breska meistaramótinu á tveimur höggum undir pari í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokadaginn og sýndi fádæma öryggi í dag. Garcia brast í grát á þessu sama móti árið 1999 þegar hann var aðeins 19 ára og hrundi úr keppni eftir að hafa spilað fyrstu tvo hringina á 89 og 83 höggum. Garcia fékk ekki einn einasta skolla á hringnum í dag og verður að teljast afar líklegur til afreka á lokahringnum á morgun. Bandaríkjamaðurinn Steve Stricker kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum inn í hóp efstu manna í dag og tryggði sér annað sætið með því að leika á 64 höggum í dag og jafna vallarmetið. Hann er þremur höggum á eftir Garcia á sex undir pari. Sjö kylfingar, þar á meðal Earni Els og Chris DiMarco, eru svo í þriðja sætinu á þremur undir pari. Tiger Woods er að leika á einu undir pari og á veika von um að ná þriðja titlinum í röð á opna breska. Golf Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn Sergio Garcia er í góðri stöðu til að vinna sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir að hann lauk öðrum hringnum á opna breska meistaramótinu á tveimur höggum undir pari í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokadaginn og sýndi fádæma öryggi í dag. Garcia brast í grát á þessu sama móti árið 1999 þegar hann var aðeins 19 ára og hrundi úr keppni eftir að hafa spilað fyrstu tvo hringina á 89 og 83 höggum. Garcia fékk ekki einn einasta skolla á hringnum í dag og verður að teljast afar líklegur til afreka á lokahringnum á morgun. Bandaríkjamaðurinn Steve Stricker kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum inn í hóp efstu manna í dag og tryggði sér annað sætið með því að leika á 64 höggum í dag og jafna vallarmetið. Hann er þremur höggum á eftir Garcia á sex undir pari. Sjö kylfingar, þar á meðal Earni Els og Chris DiMarco, eru svo í þriðja sætinu á þremur undir pari. Tiger Woods er að leika á einu undir pari og á veika von um að ná þriðja titlinum í röð á opna breska.
Golf Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira