Pliva dregur úr hagnaði Barr 8. ágúst 2007 14:54 Höfuðstöðvar Pliva í Króatíu. Mynd/AP Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Barr keppti við nokkur lyfjafyrirtæki um Pliva. Þar á meðal var Actavis. Barr hafði betur í baráttunni og greiddi 2,4 milljarða dala, eða 170,5 milljarða íslenskra króna, fyrir félagið. Hagnaðurinn jafngildir 41 senti á hlut, sem er langt undir væntingum greinenda, sem höfðu reiknað með hagnaði upp á 72 sent á hlut, að sögn fréttastofu Reuters. Tekjurnar námu 637 milljónum dala, en það er 81 prósents aukning frá sama tíma í fyrra. Sala á vörum fyrirtækisins rúmlega tvöfaldaðist á milli ára en hún nam 487 milljónum dala. Aukningin er tilkomin í gegnum Pliva. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að hagnaður lyfjafyrirtækisins nemi 3,3 dölum á hlut, sem er 30 senta hækkun frá fyrri spá. Það jafngildir hagnaði upp á 2,5 milljarða dala, sem er 100 milljónum meira en fyrri spá hljóðaði upp á. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Barr keppti við nokkur lyfjafyrirtæki um Pliva. Þar á meðal var Actavis. Barr hafði betur í baráttunni og greiddi 2,4 milljarða dala, eða 170,5 milljarða íslenskra króna, fyrir félagið. Hagnaðurinn jafngildir 41 senti á hlut, sem er langt undir væntingum greinenda, sem höfðu reiknað með hagnaði upp á 72 sent á hlut, að sögn fréttastofu Reuters. Tekjurnar námu 637 milljónum dala, en það er 81 prósents aukning frá sama tíma í fyrra. Sala á vörum fyrirtækisins rúmlega tvöfaldaðist á milli ára en hún nam 487 milljónum dala. Aukningin er tilkomin í gegnum Pliva. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að hagnaður lyfjafyrirtækisins nemi 3,3 dölum á hlut, sem er 30 senta hækkun frá fyrri spá. Það jafngildir hagnaði upp á 2,5 milljarða dala, sem er 100 milljónum meira en fyrri spá hljóðaði upp á.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent