Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um rúman bandaríkjadal í dag samhliða hræringum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og horfum á minnkandi eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum í sumarlok.
Verð á Brent Norðursjávarolíu hefur hríðlækkað frá því í byrjun mánaðar og stendur nú í 69,65 dölum á tunnu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í júní í sumar.