Tiger með þriggja högga forystu 12. ágúst 2007 13:18 Tiger Woods hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi. Aðeins fimm kylfingar eru undir pari vallarins. Enn einn dagurinn í steikjandi hita rann upp í Tulsa í gær þar sem kylfingar léku þriðja hringinn á hinum erfiða Southern Hills velli. Tiger var í tveggja högga forystu fyrir gærdaginn og það átti lítið eftir að breytast. Tiger sem jafnaði vallarmetið í fyrrdag þegar hann lék annan hringinn á 7 höggum undir pari, paraði fimmtán af holunum átján í gær og fór hringinn á einu höggi undir pari. Hann hafði leikið 24 holur án þess að fá skolla þar til á fjórtándu holunni í gær. En litlu munaði þó að hann næði að bjarga pari þar. Þegar upp var staðið jókst forysta Tigers á toppnum í þrjú högg en hann er samtals á sjö höggum undir pari. Næstur á eftir honum kemur Kanadamaðurinn Stephen Ames á fjórum höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scott Verplank sem var í öðru sæti fyrir hringinn í gær náði sér ekki á strik og fór hringinn á fjórum höggum yfir pari og féll við það niður í sjötta sæti á parinu samtals. Aðeins fimm kylfingar eru undir parinu fyrir lokahringinn. Á eftir Tiger og Ames koma Bandaríkjamaðurinn Woody Austin, Ástralinn John Senden og Suður Afríkumaðurinn Ernie Els sem allir léku hringinn í gær á einu höggi undir pari. Bein útsending verður á Sýn frá lokahringnum í dag og hefst hún klukkan hálf sjö. Golf Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi. Aðeins fimm kylfingar eru undir pari vallarins. Enn einn dagurinn í steikjandi hita rann upp í Tulsa í gær þar sem kylfingar léku þriðja hringinn á hinum erfiða Southern Hills velli. Tiger var í tveggja högga forystu fyrir gærdaginn og það átti lítið eftir að breytast. Tiger sem jafnaði vallarmetið í fyrrdag þegar hann lék annan hringinn á 7 höggum undir pari, paraði fimmtán af holunum átján í gær og fór hringinn á einu höggi undir pari. Hann hafði leikið 24 holur án þess að fá skolla þar til á fjórtándu holunni í gær. En litlu munaði þó að hann næði að bjarga pari þar. Þegar upp var staðið jókst forysta Tigers á toppnum í þrjú högg en hann er samtals á sjö höggum undir pari. Næstur á eftir honum kemur Kanadamaðurinn Stephen Ames á fjórum höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scott Verplank sem var í öðru sæti fyrir hringinn í gær náði sér ekki á strik og fór hringinn á fjórum höggum yfir pari og féll við það niður í sjötta sæti á parinu samtals. Aðeins fimm kylfingar eru undir parinu fyrir lokahringinn. Á eftir Tiger og Ames koma Bandaríkjamaðurinn Woody Austin, Ástralinn John Senden og Suður Afríkumaðurinn Ernie Els sem allir léku hringinn í gær á einu höggi undir pari. Bein útsending verður á Sýn frá lokahringnum í dag og hefst hún klukkan hálf sjö.
Golf Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira