Óli Palli ánægður með tveggja daga tónlistarveislu 15. ágúst 2007 12:22 Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður MYND/365 Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag. Þessa tvo daga gefst fólki kostur á að sjá alla helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins enda dagskráin gjörólík og engar hljómsveitir sem koma fram á föstudag verða aftur á laugardag. Ólafur Páll segist hafa falast eftir því að fá Bubba Morthens með gítarinn til að spila en að hann hafi þá verið búinn að bóka sig á Kaupþingstónleikana. Aðspurður hvort Kaupþing hafi yfirboðið Bubba segist hann ekki vita til þess. Kaupþingsmenn hefðu einfaldlega verið á undan. Ólafur segist auk þess mjög ánægður með að tónlistarmenn sem lengi hafi þurft að berjast í bökkum fái borgað fyrir vinnuna sína. Hann segir að aðrir sem falast hafi verið eftir til að spila á Menningarnótt hafi verið geim. Tónleikarnir hafa verið haldnir í fjögur ár og hafa mörg af númerunum sem koma fram á Kaupþingstónleikunm verið á Menningarnótt undanfarin ár og má þar nefna Bubba, Stuðmenn, Sálina og Björgvin Halldórsson. "Sökum smæðarinnar er ljóst að alltaf verða endurtekningar en við reyndum að velja númerin með það í huga að komast hjá þeim," segir Ólafur. Meðal tónlistaratriða á Menningarnótt í ár eru Eivör Pálsdóttir, Ljótu hálfvitarnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus, Megas, Hjálmar, Á móti Sól, Ellen Kristjáns og Mannakorn. Ólafur Páll er ánægður með nýju staðsetningu tónleikanna á Miklatúni og á von á því að bros muni færast yfir gesti meðal annars þegar lög Megasar og Magga Eiríks sem allir þekkja hljóma á túninu. Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag. Þessa tvo daga gefst fólki kostur á að sjá alla helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins enda dagskráin gjörólík og engar hljómsveitir sem koma fram á föstudag verða aftur á laugardag. Ólafur Páll segist hafa falast eftir því að fá Bubba Morthens með gítarinn til að spila en að hann hafi þá verið búinn að bóka sig á Kaupþingstónleikana. Aðspurður hvort Kaupþing hafi yfirboðið Bubba segist hann ekki vita til þess. Kaupþingsmenn hefðu einfaldlega verið á undan. Ólafur segist auk þess mjög ánægður með að tónlistarmenn sem lengi hafi þurft að berjast í bökkum fái borgað fyrir vinnuna sína. Hann segir að aðrir sem falast hafi verið eftir til að spila á Menningarnótt hafi verið geim. Tónleikarnir hafa verið haldnir í fjögur ár og hafa mörg af númerunum sem koma fram á Kaupþingstónleikunm verið á Menningarnótt undanfarin ár og má þar nefna Bubba, Stuðmenn, Sálina og Björgvin Halldórsson. "Sökum smæðarinnar er ljóst að alltaf verða endurtekningar en við reyndum að velja númerin með það í huga að komast hjá þeim," segir Ólafur. Meðal tónlistaratriða á Menningarnótt í ár eru Eivör Pálsdóttir, Ljótu hálfvitarnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus, Megas, Hjálmar, Á móti Sól, Ellen Kristjáns og Mannakorn. Ólafur Páll er ánægður með nýju staðsetningu tónleikanna á Miklatúni og á von á því að bros muni færast yfir gesti meðal annars þegar lög Megasar og Magga Eiríks sem allir þekkja hljóma á túninu.
Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“