Samdráttur hjá DaimlerChrysler 29. ágúst 2007 14:07 Dieter Zetsche, stjórnarformaður DaimlerChrysler, við Smart-bíl frá fyrirtækinu. Mynd/AFP Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler hagnaðist um 1,85 milljarða evra, jafnvirði 162 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 14 prósenta samdráttur frá sama tíma á síðasta ári. Hagnaður Chrysler-hluta Daimler og lánaarms fyrirtækisins í Bandaríkjunum jókst um 18 prósent á milli ára. Sala á bílum undir merkjum fyrirtækisins nam 23,84 milljörðum evra sem er 760 milljónum evra samdráttur á milli ára. Fjárfestingaféalgið Cerberus Capital Management gerði tilboð í 80 prósent af Chrysler-hluta DaimlerChrysler og lánafyrirtæki þess fyrr á árinu en viðskiptin gengu í gegn nú í ágúst. Kaupverð nemur 7,4 milljörðum dala, jafnvirði 476 milljarða króna. Þar sem fjárfestingafélag fer með stjórnartauma í Chrysler verður þetta því í síðasta sinn sem uppgjörstölur verða birtar fyrir þennan hluta samstæðunnar, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Í kjölfar viðskiptanna hefur verið boðað til hluthafafundar félagsins í byrjun október en þar verður tekin til umfjöllunar breyting á nafni fyrirtækisins sem mun eftirleiðis heita Daimler AG. Líkur eru á að nýtt nafn verði samþykkt þrátt fyrir að nokkrir hluthafar vilji taka upp eldra nafn fyrirtækisins, Daimler-Benz, að sögn Associated Press. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler hagnaðist um 1,85 milljarða evra, jafnvirði 162 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 14 prósenta samdráttur frá sama tíma á síðasta ári. Hagnaður Chrysler-hluta Daimler og lánaarms fyrirtækisins í Bandaríkjunum jókst um 18 prósent á milli ára. Sala á bílum undir merkjum fyrirtækisins nam 23,84 milljörðum evra sem er 760 milljónum evra samdráttur á milli ára. Fjárfestingaféalgið Cerberus Capital Management gerði tilboð í 80 prósent af Chrysler-hluta DaimlerChrysler og lánafyrirtæki þess fyrr á árinu en viðskiptin gengu í gegn nú í ágúst. Kaupverð nemur 7,4 milljörðum dala, jafnvirði 476 milljarða króna. Þar sem fjárfestingafélag fer með stjórnartauma í Chrysler verður þetta því í síðasta sinn sem uppgjörstölur verða birtar fyrir þennan hluta samstæðunnar, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Í kjölfar viðskiptanna hefur verið boðað til hluthafafundar félagsins í byrjun október en þar verður tekin til umfjöllunar breyting á nafni fyrirtækisins sem mun eftirleiðis heita Daimler AG. Líkur eru á að nýtt nafn verði samþykkt þrátt fyrir að nokkrir hluthafar vilji taka upp eldra nafn fyrirtækisins, Daimler-Benz, að sögn Associated Press.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira