Reiknað í bandarískum dollurum er framleiðni Norðmanna 37,99 dollarar á klukkustund. Bandaríkjamenn koma þar næstir með 35,63 dollara á klukkustund. Í þriðja sæti eru svo Frakkar með 35,08 dollara á klukkustund.
Á heimsvísu segir Alþjóða vinnumálastofnunin að framleiðni hafi almennt aukist á síðustu tíu árum. Þó er enn mikið bil á milli iðnríkjanna og þróunarlanda. Bilið er þó farið að minnka í Suður-Asíu, Austur-Asíu og Mið- og suðaustur Evrópu.