Greenspan segir fjárfesta áhyggjufulla 7. september 2007 10:11 Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/Reuters Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998. Greenspan, sem starfar sem ráðgjafi vogunarstjóða og ýmissa fjármálafyrirtækja, sagði ennfremur í ræðu, sem hann hélt í Washington í vikunni, að hækkun á hlutabréfamarkaði væri líkast bólu. „En mannkyn hefur aldrei kunnað að meðhöndla bólum," sagði hann og beitti þar fyrir sig svipuðu orðfæri og þegar hann lýsti hækkun á gengi hlutabréfa í Kína fyrr á árinu. „Það er óttinn sem stýrir ákvörðunum manna nú," sagði hann og líkti niðursveiflu á mörkuðum frá því skömmu eftir miðjan júlí við fall á hlutabréfamörkuðum á fyrri árum. Árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um rúm 20 prósent á einum degi en það er mesta lækkun hennar á friðartímum. Árið 1997 gekk hins vegar yfir mikil efnahagslægð yfir Asíu. Áhrifanna gætti á öðrum fjármálamörkuðum nokkru síðar, eða í Rússlandi og Brasilíu árið eftir. Í kjölfarið núllstillti japanski seðlabankinn stýrivexti til að blása í glæður efnahagslífsins og voru þeir ekki hækkaði fyrr en á síðasta ári. Breska ríkisútvarpið hefur eftir bandaríska seðlabankanum að tap fjármálafyrirtækja þar í landi nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 6.441 milljarði íslenskra króna, vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Mjög hefur verið þrýst á að bankinn lækki stýrivexti til að auðvelda fjármálafyrirtækjum aðgengi að lánsfé og koma í veg fyrir lausafjárskort. Reiknað er með að það gangi eftir á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans 18. september næstkomandi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998. Greenspan, sem starfar sem ráðgjafi vogunarstjóða og ýmissa fjármálafyrirtækja, sagði ennfremur í ræðu, sem hann hélt í Washington í vikunni, að hækkun á hlutabréfamarkaði væri líkast bólu. „En mannkyn hefur aldrei kunnað að meðhöndla bólum," sagði hann og beitti þar fyrir sig svipuðu orðfæri og þegar hann lýsti hækkun á gengi hlutabréfa í Kína fyrr á árinu. „Það er óttinn sem stýrir ákvörðunum manna nú," sagði hann og líkti niðursveiflu á mörkuðum frá því skömmu eftir miðjan júlí við fall á hlutabréfamörkuðum á fyrri árum. Árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um rúm 20 prósent á einum degi en það er mesta lækkun hennar á friðartímum. Árið 1997 gekk hins vegar yfir mikil efnahagslægð yfir Asíu. Áhrifanna gætti á öðrum fjármálamörkuðum nokkru síðar, eða í Rússlandi og Brasilíu árið eftir. Í kjölfarið núllstillti japanski seðlabankinn stýrivexti til að blása í glæður efnahagslífsins og voru þeir ekki hækkaði fyrr en á síðasta ári. Breska ríkisútvarpið hefur eftir bandaríska seðlabankanum að tap fjármálafyrirtækja þar í landi nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 6.441 milljarði íslenskra króna, vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Mjög hefur verið þrýst á að bankinn lækki stýrivexti til að auðvelda fjármálafyrirtækjum aðgengi að lánsfé og koma í veg fyrir lausafjárskort. Reiknað er með að það gangi eftir á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans 18. september næstkomandi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira