Fjárfestar glaðir á Wall Street 13. september 2007 21:38 Nokkurar gleði gætti á fjármálamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins greindi frá því að það hefði forðað sér frá gjaldþroti með vænni fjármögnun. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir að Countrywide Financial, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, greindi frá því að það hefði tryggt sér fjármögnun upp á 12 milljarða dala, jafnvirði 767 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í skyndibitakeðjunni McDonald's og bílaframleiðandanum General Motors ruku í methæðir. Fjárfestar ytra urðu afar bjartsýnir eftir að fyrirtækið greindi frá þessum fréttum enda ljóst að fjármögnunin muni forða fyrirtækinu frá tapi vegna mikils samdráttar vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Gengi bréfa í Countrywide tók stökkið í kjölfarið og hækkaði um heil fjórtán prósent, eða 2,31 dal á hlut.Inn í hækkunina spila einnig tölur um atvinnuleysi, sem jókst minna en greinendur höfðu gert ráð fyrir í síðasta mánuði.Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði við þetta um eitt prósent, sem þykir mikið í Bandaríkjunum, og endaði í 13.424,88 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,35 prósent og endaði í 2.601,06 stigum. S&P-vísitalan um 0,84 prósent og endaði í 1.483,95 stigum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir að Countrywide Financial, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, greindi frá því að það hefði tryggt sér fjármögnun upp á 12 milljarða dala, jafnvirði 767 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í skyndibitakeðjunni McDonald's og bílaframleiðandanum General Motors ruku í methæðir. Fjárfestar ytra urðu afar bjartsýnir eftir að fyrirtækið greindi frá þessum fréttum enda ljóst að fjármögnunin muni forða fyrirtækinu frá tapi vegna mikils samdráttar vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Gengi bréfa í Countrywide tók stökkið í kjölfarið og hækkaði um heil fjórtán prósent, eða 2,31 dal á hlut.Inn í hækkunina spila einnig tölur um atvinnuleysi, sem jókst minna en greinendur höfðu gert ráð fyrir í síðasta mánuði.Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði við þetta um eitt prósent, sem þykir mikið í Bandaríkjunum, og endaði í 13.424,88 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,35 prósent og endaði í 2.601,06 stigum. S&P-vísitalan um 0,84 prósent og endaði í 1.483,95 stigum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira