Hlutabréf lækka í Evrópu 14. september 2007 08:40 Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag þrátt fyrir ágæta hækkun í Bandaríkjunum í gærkvöldi og væna hækkun í Japan í morgun. Ljóst er að óróleiki á fjármálamarkaði bítur enn í fasteignalánafyrirtæki, í þetta sinn í Bretlandi. Skýringin fyrir lækkuninni í Bretlandi liggur í því að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins greindi frá því að það hefði nýtt sér neyðarlán frá Englandsbanka til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í framhaldinu og gengi bréfa þess hrundi. Fyrirtækið heitir Northern Rock og er eitt stærsta fasteignalánafyrirtæki Bretlands. Gengi bréfa í fyrirtækinu féll um heil 24 prósent á markaði. Fjármálaskýrendur segja hins vegar í samtali við breska ríkisútvarpið að eignastaða Northern Rock sé afar sterk, einir 113 milljarðar punda, jafnvirði 14.662 milljarðar íslenskra króna, og því sé afar ólíklegt að fjármálafyrirtækið verði gjaldþrota. Lán Englandsbanka er með veð í eignasafninu í kjölfar lánsins. Lántakan hafði áhrif á fjölda breskra fjármálafyrirtækja og gengi breska pundsins sömuleiðis, sem lækkaði snögglega gagnvart bandaríkjadal. Lántakan hefur áhrif á afkomu fyrirtækisins og gera stjórnendur þess ráð fyrir því að hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði verði rúmlega 100 milljónum punda minni í ár en á síðasta ári. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er degi lækkað um 1,1 prósent og hin þýska Dax-vísitalan um 0,63. Norrænu markaðirnir hafa ekki farið varhluta af lækkuninni en C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 0,70 prósent en um 0,6 prósent í Svíþjóð. Hækkun var á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og Japan í morgun en Nikkei-vísitalan hækkaði um heil 1,94 prósent við lokun viðskipta í kauphöllinni í Tókýó. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag þrátt fyrir ágæta hækkun í Bandaríkjunum í gærkvöldi og væna hækkun í Japan í morgun. Ljóst er að óróleiki á fjármálamarkaði bítur enn í fasteignalánafyrirtæki, í þetta sinn í Bretlandi. Skýringin fyrir lækkuninni í Bretlandi liggur í því að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins greindi frá því að það hefði nýtt sér neyðarlán frá Englandsbanka til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í framhaldinu og gengi bréfa þess hrundi. Fyrirtækið heitir Northern Rock og er eitt stærsta fasteignalánafyrirtæki Bretlands. Gengi bréfa í fyrirtækinu féll um heil 24 prósent á markaði. Fjármálaskýrendur segja hins vegar í samtali við breska ríkisútvarpið að eignastaða Northern Rock sé afar sterk, einir 113 milljarðar punda, jafnvirði 14.662 milljarðar íslenskra króna, og því sé afar ólíklegt að fjármálafyrirtækið verði gjaldþrota. Lán Englandsbanka er með veð í eignasafninu í kjölfar lánsins. Lántakan hafði áhrif á fjölda breskra fjármálafyrirtækja og gengi breska pundsins sömuleiðis, sem lækkaði snögglega gagnvart bandaríkjadal. Lántakan hefur áhrif á afkomu fyrirtækisins og gera stjórnendur þess ráð fyrir því að hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði verði rúmlega 100 milljónum punda minni í ár en á síðasta ári. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er degi lækkað um 1,1 prósent og hin þýska Dax-vísitalan um 0,63. Norrænu markaðirnir hafa ekki farið varhluta af lækkuninni en C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 0,70 prósent en um 0,6 prósent í Svíþjóð. Hækkun var á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og Japan í morgun en Nikkei-vísitalan hækkaði um heil 1,94 prósent við lokun viðskipta í kauphöllinni í Tókýó.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira