Stærsti fíkniefnafundur sögunnar 20. september 2007 11:32 Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hve mikið magn hafi fundist en Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að magnið hlaupi á tugum kílóa og líklega sé um að ræða stærsta fíkniefnafund Íslandssögunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns fíkniefni er að ræða en Stefán Eiríksson segir að líklega sé um örvandi efni að ræða. Aðspurður sagði Stefán að tveir Íslendingar hefðu verið handteknir um borð í bátnum og þá var einn handtekinn á bryggjunni. Þá hefðu fleiri verið handteknir og aðgerðir stæðu enn yfir en ekki yrði upplýst að svo stöddu hvar þær færu fram og hverjir hefðu verið handteknir til viðbótar. Greint yrði frá því síðar. Að sögn Stefáns var aðgerðin skipulögð í samvinnu við alþjóðleg lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol. Undibúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslan hefðu komið að málinu hér á landi.Opin leið milli Evrópu og Íslands Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði samstarf þessara aðila hafa verið frábært og sagði að án Landhelgisgæslunnar hefði aðgerðin ekki heppnast eins vel. Þá sagði Haraldur að samvinna við Europol í málinu hefði aðallega farið fram í gegnum tengilið ríkislögreglustjóra hjá Europol, Arnar Jensson. „Lögregluaðgerðin á þeim fullrúa allnokkuð að þakka," sagði Haraldur. Haraldur sagði ljóst út frá þessu að breytingar á skipan lögreglumála undanfarin ár hefðu skilað árangri. Löggæslustofnanir væru farnar að vinna betur saman, þær ynnu nánast sem ein heild. Þá sagði Haraldur málið enn fremur sýna áð íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið nema með aðild að erlendum stofnunum. Enn fremur kom fram að lögregluyfirvöld hefðu verið í sambandi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hefði fylgst með framvindu mála. Haraldur sagði enn fremur að aðgerðin hefði verið gríðarlega umfangsmikil og ljóst væri af henni að tryggja þyrfti hafnir landsins og styrkja lögreglu og Landhelgisgæslu því það væri í raun opin siglingaleið frá Evrópu til Íslands um Atlantshafið. Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hve mikið magn hafi fundist en Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að magnið hlaupi á tugum kílóa og líklega sé um að ræða stærsta fíkniefnafund Íslandssögunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns fíkniefni er að ræða en Stefán Eiríksson segir að líklega sé um örvandi efni að ræða. Aðspurður sagði Stefán að tveir Íslendingar hefðu verið handteknir um borð í bátnum og þá var einn handtekinn á bryggjunni. Þá hefðu fleiri verið handteknir og aðgerðir stæðu enn yfir en ekki yrði upplýst að svo stöddu hvar þær færu fram og hverjir hefðu verið handteknir til viðbótar. Greint yrði frá því síðar. Að sögn Stefáns var aðgerðin skipulögð í samvinnu við alþjóðleg lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol. Undibúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslan hefðu komið að málinu hér á landi.Opin leið milli Evrópu og Íslands Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði samstarf þessara aðila hafa verið frábært og sagði að án Landhelgisgæslunnar hefði aðgerðin ekki heppnast eins vel. Þá sagði Haraldur að samvinna við Europol í málinu hefði aðallega farið fram í gegnum tengilið ríkislögreglustjóra hjá Europol, Arnar Jensson. „Lögregluaðgerðin á þeim fullrúa allnokkuð að þakka," sagði Haraldur. Haraldur sagði ljóst út frá þessu að breytingar á skipan lögreglumála undanfarin ár hefðu skilað árangri. Löggæslustofnanir væru farnar að vinna betur saman, þær ynnu nánast sem ein heild. Þá sagði Haraldur málið enn fremur sýna áð íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið nema með aðild að erlendum stofnunum. Enn fremur kom fram að lögregluyfirvöld hefðu verið í sambandi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hefði fylgst með framvindu mála. Haraldur sagði enn fremur að aðgerðin hefði verið gríðarlega umfangsmikil og ljóst væri af henni að tryggja þyrfti hafnir landsins og styrkja lögreglu og Landhelgisgæslu því það væri í raun opin siglingaleið frá Evrópu til Íslands um Atlantshafið.
Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent