Krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum 20. september 2007 18:41 Alls hafa átta manns í þremur löndum verið handteknir í tenglum við það sem talið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fimm þeirra voru handteknir hér á landi og verður gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Þrír menn voru handteknir á Fáskrúðsfirði í morgun og tveir til viðbótar í Reykjavík. Um borð í skútunni fundust um 60 kíló af amfetamíni en markaðsvirði þess á götunni er um 500 milljónir króna. Komið var með einn mannanna með flugi til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði um klukkan fjögur í dag og var hann fluttur frá Reykjavíkurflugvelli á lögreglustöðina við Hverfisgötu til yfirheyrslu. Auk aðgerðanna á Fáskrúðsfirði þá gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleit í tveimur húsum í Reykjavík í dag en ekki er vitað hvað eða hvort eitthvað fannst í leitinni. Í kjölfarið handtók lögreglan hins vegar tvo menn og færði til yfirheyrslu. Alls voru því um fimm menn handteknir vegna málsins hér á landi en til viðbótar hafa tveir menn verið handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Mennirnir fimm sem handteknir voru hér á landi eru allir Íslendingar. Krafist var gæsluvarðhalds yfir einum þeirra nú rétt fyrir fréttir í Héraðsdómi Reykjavíkur og munu hinir fjórir verða leiddir fyrir dómara í kvöld og fyrramálið og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi, bæði hér á landi og erlendis að því er fram kemur í tilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér og ekki er útilokað að fleiri verði handteknir. Rannsóknin og lögregluaðgerðin í morgun hefur átt sér langan aðdraganda og að henni koma margar innlendar og erlendar stofnanir. Rannsókninni hefur verið stjórnað af fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð og aðkomu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa íslensku lögreglunnar hjá Europol. Eins og fram hefur komið hefur lögregla lagt hald á um 60 kíló af amfetamíni sem gerir málið að einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar. Ef efnið er tiltölulega hreint, eins og gera má ráð fyrir þá er andvirði þess á götunni rúmlega hálfur milljarður króna. Þá er talið að mennirnir hafi fest kaup á skútunni í þessum tilgangi en andvirði hennar er um 7 milljónir króna. Hámarksrefsins fyrir fíkniefnainnflutning eru 12 ár. Heimildir fréttastofu herma að í það minnsta einn mannanna sé þekktur í fíkniefnaheiminum hér á landi, Pólstjörnumálið Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Alls hafa átta manns í þremur löndum verið handteknir í tenglum við það sem talið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fimm þeirra voru handteknir hér á landi og verður gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Þrír menn voru handteknir á Fáskrúðsfirði í morgun og tveir til viðbótar í Reykjavík. Um borð í skútunni fundust um 60 kíló af amfetamíni en markaðsvirði þess á götunni er um 500 milljónir króna. Komið var með einn mannanna með flugi til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði um klukkan fjögur í dag og var hann fluttur frá Reykjavíkurflugvelli á lögreglustöðina við Hverfisgötu til yfirheyrslu. Auk aðgerðanna á Fáskrúðsfirði þá gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleit í tveimur húsum í Reykjavík í dag en ekki er vitað hvað eða hvort eitthvað fannst í leitinni. Í kjölfarið handtók lögreglan hins vegar tvo menn og færði til yfirheyrslu. Alls voru því um fimm menn handteknir vegna málsins hér á landi en til viðbótar hafa tveir menn verið handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Mennirnir fimm sem handteknir voru hér á landi eru allir Íslendingar. Krafist var gæsluvarðhalds yfir einum þeirra nú rétt fyrir fréttir í Héraðsdómi Reykjavíkur og munu hinir fjórir verða leiddir fyrir dómara í kvöld og fyrramálið og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi, bæði hér á landi og erlendis að því er fram kemur í tilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér og ekki er útilokað að fleiri verði handteknir. Rannsóknin og lögregluaðgerðin í morgun hefur átt sér langan aðdraganda og að henni koma margar innlendar og erlendar stofnanir. Rannsókninni hefur verið stjórnað af fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð og aðkomu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa íslensku lögreglunnar hjá Europol. Eins og fram hefur komið hefur lögregla lagt hald á um 60 kíló af amfetamíni sem gerir málið að einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar. Ef efnið er tiltölulega hreint, eins og gera má ráð fyrir þá er andvirði þess á götunni rúmlega hálfur milljarður króna. Þá er talið að mennirnir hafi fest kaup á skútunni í þessum tilgangi en andvirði hennar er um 7 milljónir króna. Hámarksrefsins fyrir fíkniefnainnflutning eru 12 ár. Heimildir fréttastofu herma að í það minnsta einn mannanna sé þekktur í fíkniefnaheiminum hér á landi,
Pólstjörnumálið Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira