Sýndi norsku lögreglunni Lucky Day 24. september 2007 18:26 Lucky Day á Fáskrúðsfirði. MYND/Jóhanna Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi í tengslum við smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði segist ekki hafa komið nálægt smygluna. Hann sýndi norksum lögreglumönnum skútuna Lucky Day sem liggur við festar í Stafangri. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar yfir þeim Guðbjarna Traustasyni og Alvari Óskarssyni sem handteknir voru um borð í smyglskútunni kemur fram að þeir reyndu að flýja lögreglu, með snarræði tókst henni að koma í veg fyrir það og voru þeir félagar handteknir um borð í skútunni. Fimm sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna málsins, þeir Alvar og Guðbjarni, bílstjórinn sem hugðist sækja þá á Fáskrúðsfjarðarbryggju og svo Bjarni Hrafnkelsson og Einar Jökull Einarsson en þeir tveir eru taldir vera höfuðpaurarnir í málinu. Bjarni og Einar Jökull kærðu báðir gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar sem í dag staðfesti hann. Bjarni hefur staðfastlega neitað sök í málinu. Þá situr einn maður í gæsluvarðhaldi í Færeyjum og í dag fóru tveir lögreglumenn héðan til Færeyja í tengslum við rannsóknina. Þeir munu síðan halda til Danmerkur til frekari rannsókna þar. Logi Freyr Einarsson sem handtekinn var í Noregi vegna málsins er nú frjáls ferða sinna. Hann sýndi í gær lögreglumönnum í Stafangri seglskútuna Lucky Day sem liggur að bryggju skammt utan við bæinn. Eins og fram hefur komið í fréttum þá sigldi Einar Jökull, bróðir Loga Freys skútunni til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimur árum og hefur lögreglan hér á landi meðal annars rannsakað hvort hún hafi verið notuð til innflutnings á fíkniefnum. Í samtali við Bryndísi Hólm, fréttaritara Stöðvar 2 í Noregi, segist lögfræðingur Loga Freys hann hafa verið samstarfsfúsan við lögreglu ytra enda hafi hann ekkert að fela. Logi Freyr sagði í samtali við fréttastofu ekki tengjast smygli á fíkniefnum til Íslands, hann hafi aðeins dregist inn í þetta mál vegna bróður síns. Hann segist miður sín yfir því að Einar Jökull skuli sitja í gæsluvarðhaldi. Pólstjörnumálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi í tengslum við smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði segist ekki hafa komið nálægt smygluna. Hann sýndi norksum lögreglumönnum skútuna Lucky Day sem liggur við festar í Stafangri. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar yfir þeim Guðbjarna Traustasyni og Alvari Óskarssyni sem handteknir voru um borð í smyglskútunni kemur fram að þeir reyndu að flýja lögreglu, með snarræði tókst henni að koma í veg fyrir það og voru þeir félagar handteknir um borð í skútunni. Fimm sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna málsins, þeir Alvar og Guðbjarni, bílstjórinn sem hugðist sækja þá á Fáskrúðsfjarðarbryggju og svo Bjarni Hrafnkelsson og Einar Jökull Einarsson en þeir tveir eru taldir vera höfuðpaurarnir í málinu. Bjarni og Einar Jökull kærðu báðir gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar sem í dag staðfesti hann. Bjarni hefur staðfastlega neitað sök í málinu. Þá situr einn maður í gæsluvarðhaldi í Færeyjum og í dag fóru tveir lögreglumenn héðan til Færeyja í tengslum við rannsóknina. Þeir munu síðan halda til Danmerkur til frekari rannsókna þar. Logi Freyr Einarsson sem handtekinn var í Noregi vegna málsins er nú frjáls ferða sinna. Hann sýndi í gær lögreglumönnum í Stafangri seglskútuna Lucky Day sem liggur að bryggju skammt utan við bæinn. Eins og fram hefur komið í fréttum þá sigldi Einar Jökull, bróðir Loga Freys skútunni til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimur árum og hefur lögreglan hér á landi meðal annars rannsakað hvort hún hafi verið notuð til innflutnings á fíkniefnum. Í samtali við Bryndísi Hólm, fréttaritara Stöðvar 2 í Noregi, segist lögfræðingur Loga Freys hann hafa verið samstarfsfúsan við lögreglu ytra enda hafi hann ekkert að fela. Logi Freyr sagði í samtali við fréttastofu ekki tengjast smygli á fíkniefnum til Íslands, hann hafi aðeins dregist inn í þetta mál vegna bróður síns. Hann segist miður sín yfir því að Einar Jökull skuli sitja í gæsluvarðhaldi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira