Þrjú hundruð mættu á miðnætursölu Halo 3 28. september 2007 00:01 Röðin teygðist um ganga verslunar BT í Skeifunni þegar klukkan fór að nálgast miðnætti á þriðjudagskvöld. Fólki var hleypt að afgreiðslukössunum í hollum. MYND/salvar Útgáfa skotleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna á miðvikudag fór ekki fram hjá neinum tölvuleikjaáhugamanni. Fjöldinn allur af fólki mætti á miðnæturopnun BT til að kaupa leikinn á þriðjudagskvöld, en tollurinn setti strik í reikninginn fyrir suma. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á miðnætursölu tölvuleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna í BT Skeifunni á þriðjudagskvöld. Mið- næturopnunin var haldin í sam- vinnu við Íslenska Xbox samfélagið (ÍXS). Framkvæmdastjóri Micro- soft á Íslandi, Halldór Jörgensson, mætti á svæðið, en Microsoft framleiðir leikjatölvuna. Örvar G. Friðriksson, forsprakki ÍXS og aðalskipuleggjandi kvölds- ins, segir mætinguna hafa verið framar vonum. Hann hafi unnið að þessu kvöldi undanfarnar þrjár vikur, og í raun ákveðið að halda það áður en hann talaði við forsvarsmenn BT. „Ég neyddi þetta eiginlega upp á þá, en þeir eru mjög áhugasamir um samstarf núna." Hugmyndin með kvöldinu var ekki eingöngu að fagna útgáfu Halo 3, heldur einnig til að sýna fram á að til sé markaður á Íslandi fyrir Xbox 360. Til að spila fjölspilunarleiki í leikjatölvunni þurfa Íslendingar að skrá heimili sitt erlendis enda þjónustan, sem heitir Xbox Live, ekki í boði hér. „Við tókum þetta allt upp á myndband og ætlum að koma því til forsvarsmanna Microsoft í Lúxemborg, sem sjá um Xbox Live í Evrópu. Þeir vita nákvæmlega ekkert um Ísland, en þegar þeir sjá þrjú hundruð manns bíða eftir að Halo 3 komi út átta þeir sig vonandi á að það er grundvöllur fyrir þjónustunni hér," segir Örvar. Sala Halo 3 fór vel af stað um allan heim. Á fyrsta sólarhringnum seldust eintök fyrir sem samsvarar tæpum ellefu milljörðum íslenskra króna. Leikjavísir Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Útgáfa skotleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna á miðvikudag fór ekki fram hjá neinum tölvuleikjaáhugamanni. Fjöldinn allur af fólki mætti á miðnæturopnun BT til að kaupa leikinn á þriðjudagskvöld, en tollurinn setti strik í reikninginn fyrir suma. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á miðnætursölu tölvuleiksins Halo 3 fyrir Xbox 360 leikjatölvuna í BT Skeifunni á þriðjudagskvöld. Mið- næturopnunin var haldin í sam- vinnu við Íslenska Xbox samfélagið (ÍXS). Framkvæmdastjóri Micro- soft á Íslandi, Halldór Jörgensson, mætti á svæðið, en Microsoft framleiðir leikjatölvuna. Örvar G. Friðriksson, forsprakki ÍXS og aðalskipuleggjandi kvölds- ins, segir mætinguna hafa verið framar vonum. Hann hafi unnið að þessu kvöldi undanfarnar þrjár vikur, og í raun ákveðið að halda það áður en hann talaði við forsvarsmenn BT. „Ég neyddi þetta eiginlega upp á þá, en þeir eru mjög áhugasamir um samstarf núna." Hugmyndin með kvöldinu var ekki eingöngu að fagna útgáfu Halo 3, heldur einnig til að sýna fram á að til sé markaður á Íslandi fyrir Xbox 360. Til að spila fjölspilunarleiki í leikjatölvunni þurfa Íslendingar að skrá heimili sitt erlendis enda þjónustan, sem heitir Xbox Live, ekki í boði hér. „Við tókum þetta allt upp á myndband og ætlum að koma því til forsvarsmanna Microsoft í Lúxemborg, sem sjá um Xbox Live í Evrópu. Þeir vita nákvæmlega ekkert um Ísland, en þegar þeir sjá þrjú hundruð manns bíða eftir að Halo 3 komi út átta þeir sig vonandi á að það er grundvöllur fyrir þjónustunni hér," segir Örvar. Sala Halo 3 fór vel af stað um allan heim. Á fyrsta sólarhringnum seldust eintök fyrir sem samsvarar tæpum ellefu milljörðum íslenskra króna.
Leikjavísir Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira