Tekjur Alcoa undir væntingum 10. október 2007 12:52 Alain Belda, forstjóri Alcoa. Hann segir tekjur fyrirtækisins hafa minnkað vegna lægra álverðs á þriðja ársfjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Alcoa birti uppgjörstölur sínar í gær en er líkt og fyrri ár fyrsta bandaríska stórfyrirtækið til að birta þær sitt á fjórðungnum. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, að þótt álverð hafi verið hærra frá síðasta ári þá hafi það lækkað á fjórðungnum samhliða lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það hafi skilað sér í minni tekjum af reglulegri starfsemi á tímabilinu. Auknar tekjur eru hins vegar tilkomnar vegna sölu fyrirtækisins á sjö prósenta hlut sínum í kínversku álfyrirtæki en gjörningurinn skilaði 7,4 milljónum dala í kassa Alcoa. Tekjurnar námu 7,4 milljörðum dala sem er 3,2 prósenta samdráttur á milli ára. Það er undir væntingum greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir því að tekjurnar myndu aukast á milli ára. Greinendur lækkuðu reynar afkomuspá sína fyrir Alco nokkru fyrir birtingu afkomutalnanna en reiknað er með að lausafjárskrísan frá í enda sumars seti mark sitt á afkomu fjölda fyrirtækja víða um heim á fjórðungnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Alcoa birti uppgjörstölur sínar í gær en er líkt og fyrri ár fyrsta bandaríska stórfyrirtækið til að birta þær sitt á fjórðungnum. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, að þótt álverð hafi verið hærra frá síðasta ári þá hafi það lækkað á fjórðungnum samhliða lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það hafi skilað sér í minni tekjum af reglulegri starfsemi á tímabilinu. Auknar tekjur eru hins vegar tilkomnar vegna sölu fyrirtækisins á sjö prósenta hlut sínum í kínversku álfyrirtæki en gjörningurinn skilaði 7,4 milljónum dala í kassa Alcoa. Tekjurnar námu 7,4 milljörðum dala sem er 3,2 prósenta samdráttur á milli ára. Það er undir væntingum greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir því að tekjurnar myndu aukast á milli ára. Greinendur lækkuðu reynar afkomuspá sína fyrir Alco nokkru fyrir birtingu afkomutalnanna en reiknað er með að lausafjárskrísan frá í enda sumars seti mark sitt á afkomu fjölda fyrirtækja víða um heim á fjórðungnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira