Lækkun á flestum hlutabréfamörkuðum 22. október 2007 09:22 Bandarískur hlutabréfamarkaður sló taktinn á föstudag fyrir lækkanahrinu á hlutabréfamörkuðum í dag. Mynd/AP Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru. Þá óttast sumir, að öll áhrif af fasteignalánaskellinum vestanhafs séu komin í ljós. Lækkanahrinan hófst strax við opnun fjármálamarkaða í Asíu í gærkvöldi en Nikkei-vísitalan lækkaði um 2,2 prósent þegar viðskiptum lauk. Markaðir eru sömuleiðis flestir á rauðu í Evrópu en FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,5 prósent það sem af er dags, hin þýska Dax um rúm 1,3 og franska Cac 40-vísitalan hefur lækkað um 1,6 prósent. Þá fara Norðurlöndin ekki varhluta af lækkanahrinunni. Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 1,4 prósent, í Svíþjóð um 2,6 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hefur lækkað um 2,33 prósent. Skellur var á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum á föstudag en þar í landi féllu hlutabréfavísitölur um rúm tvö prósent. Það markaði tuttugu ára afmæli svarta mánudagsins svokallaða í Bandaríkjunum árið 1987 þegar Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 23 prósent á einum degi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru. Þá óttast sumir, að öll áhrif af fasteignalánaskellinum vestanhafs séu komin í ljós. Lækkanahrinan hófst strax við opnun fjármálamarkaða í Asíu í gærkvöldi en Nikkei-vísitalan lækkaði um 2,2 prósent þegar viðskiptum lauk. Markaðir eru sömuleiðis flestir á rauðu í Evrópu en FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,5 prósent það sem af er dags, hin þýska Dax um rúm 1,3 og franska Cac 40-vísitalan hefur lækkað um 1,6 prósent. Þá fara Norðurlöndin ekki varhluta af lækkanahrinunni. Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 1,4 prósent, í Svíþjóð um 2,6 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hefur lækkað um 2,33 prósent. Skellur var á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum á föstudag en þar í landi féllu hlutabréfavísitölur um rúm tvö prósent. Það markaði tuttugu ára afmæli svarta mánudagsins svokallaða í Bandaríkjunum árið 1987 þegar Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 23 prósent á einum degi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira