Vanhugsaður samningur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 15. nóvember 2007 09:45 Sjónvarpsstöðvar fá fjármagn bæði með auglýsingum og með áskriftartekjum, sem ýmist eru seldar á opnum markaði eða innheimtar af skattgreiðendum. Með þeirri ákvörðun að innheimta hluta af rekstrargjöldum Ríkisútvarps ohf. gaf Alþingi stofnuninni forskot á auglýsingamarkaði. Um það verður vart deilt. Sjónvarpsstöðvar verja hluta af tekjum til eigin framleiðslu. Engin skilyrði eru um hve stór hluti dagskrár skal vera innlent efni, né hversu stór hluti þess sé keyptur af sjálfstæðum framleiðendum. Alþingi bar ekki gæfu til að skilja nauðsyn þess að hlúa að framleiðendum með slíkum skilmálum. Hér ríkir sátt um að kvikmyndaiðnaður njóti ríkisstyrkja. Kostnaður er meiri en markaður skilar í tekjum: aðsókn að kvikmyndahúsum dugar ekki til, né heldur dreifing um aðra miðla. Sjónvarpsstöðvar greiða lágt verð fyrir rétt miðað við framleiðslukostnað. Iðnaðurinn er magnþrota. Hann hefur ekki fé til þróunar, á litla kosti til að sækja fjármagn til útlanda þótt sjóðir Evrópu reynist rausnarlegir við íslenska framleiðendur. Viðræður eru nýhafnar milli Ríkissjónvarpsins og kvikmyndaiðnaðarins um skiptingu þess sem Ríkisútvarpið á að kaupa frá framleiðendum. Styrkur fyrirtækis Björgólfs er kærkomin viðbót til framleiðslu leikins efnis. Styrkurinn lýtur forsjá dagskrárstjóra sjónvarps sem deilir því utan bókhalds RUV. Styrkurinn er þó hrein tekjuviðbót RUV. Framleiðendur sem fá styrkinn af dagskrárstjóra verða að hlíta stýringu dagskrárstjórans. Þeir munu samt sækja viðbótarstyrki til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í eigin nafni á þeirri forsendu að þeir hafi fullt forræði samkvæmt íslenskum höfundarlögum yfir efninu. Óljóst er hvort styrkur Björgólfs Guðmundssonar stenst lög um tekjustofna Ríkisútvarpsins. Ekki er heldur ljóst hvernig verður farið með hann í skattalegu tilliti. Hann er vísast beint framlag í einkahlutafélög um tiltekið dagskrárefni. Hann telst ekki frádráttarbær frá skatti. Ekki getur hann skoðast sem kostun, þá fer hann inn á þann tekjupóst í bókum RÚV. Ef framlag styrksins og RÚV er ekki meirihlutaframlag í viðkomandi verk ræður framleiðandi efninu. Þá á eftir að skoða framlag RÚV og styrk Björgólfs, eigið framlag og styrk Kvikmyndamiðstöðvar í samhengi norrænna og evrópskra sjóða. Og meta höfundar- og eignarrétt. Víst vilja RÚV-menn afla tekna, sérstaklega til framleiðslu á leiknu efni, en málið er allt vanhugsað. RÚV ohf. var vanbúið að standa undir óskilgreindu hlutverki sínu. Samkeppnisstaða þess er vafasöm frá jafnræðissjónarmiðum. Framganga þess á auglýsingamarkaði er vafasöm. Ekki aðeins við aðra sjónvarpsmiðla, heldur líka við dagblöð, tímarit, héraðsblöð; ekki aðeins við miðla þess fyrirtækis sem gefur út Fréttablaðið, heldur líka alla hina, þar með talin þau fjölmiðlafyrirtæki sem Björgólfur Guðmundsson á í fyrir. Ekki er að efast um góðan tilgang þeirra sem upphafið að þessu áttu, né heldur góðan hug gefandans. En allt málið verður að skoða frá því umhverfi sem sjálfstæð fyrirtæki búa við samkvæmt lögum og því regluverki sem í gildi er, hér og erlendis, um starfsemi þeirra, um lög um Ríkisútvarp og samkeppnisstöðu annarra fjölmiðla í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Sjónvarpsstöðvar fá fjármagn bæði með auglýsingum og með áskriftartekjum, sem ýmist eru seldar á opnum markaði eða innheimtar af skattgreiðendum. Með þeirri ákvörðun að innheimta hluta af rekstrargjöldum Ríkisútvarps ohf. gaf Alþingi stofnuninni forskot á auglýsingamarkaði. Um það verður vart deilt. Sjónvarpsstöðvar verja hluta af tekjum til eigin framleiðslu. Engin skilyrði eru um hve stór hluti dagskrár skal vera innlent efni, né hversu stór hluti þess sé keyptur af sjálfstæðum framleiðendum. Alþingi bar ekki gæfu til að skilja nauðsyn þess að hlúa að framleiðendum með slíkum skilmálum. Hér ríkir sátt um að kvikmyndaiðnaður njóti ríkisstyrkja. Kostnaður er meiri en markaður skilar í tekjum: aðsókn að kvikmyndahúsum dugar ekki til, né heldur dreifing um aðra miðla. Sjónvarpsstöðvar greiða lágt verð fyrir rétt miðað við framleiðslukostnað. Iðnaðurinn er magnþrota. Hann hefur ekki fé til þróunar, á litla kosti til að sækja fjármagn til útlanda þótt sjóðir Evrópu reynist rausnarlegir við íslenska framleiðendur. Viðræður eru nýhafnar milli Ríkissjónvarpsins og kvikmyndaiðnaðarins um skiptingu þess sem Ríkisútvarpið á að kaupa frá framleiðendum. Styrkur fyrirtækis Björgólfs er kærkomin viðbót til framleiðslu leikins efnis. Styrkurinn lýtur forsjá dagskrárstjóra sjónvarps sem deilir því utan bókhalds RUV. Styrkurinn er þó hrein tekjuviðbót RUV. Framleiðendur sem fá styrkinn af dagskrárstjóra verða að hlíta stýringu dagskrárstjórans. Þeir munu samt sækja viðbótarstyrki til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í eigin nafni á þeirri forsendu að þeir hafi fullt forræði samkvæmt íslenskum höfundarlögum yfir efninu. Óljóst er hvort styrkur Björgólfs Guðmundssonar stenst lög um tekjustofna Ríkisútvarpsins. Ekki er heldur ljóst hvernig verður farið með hann í skattalegu tilliti. Hann er vísast beint framlag í einkahlutafélög um tiltekið dagskrárefni. Hann telst ekki frádráttarbær frá skatti. Ekki getur hann skoðast sem kostun, þá fer hann inn á þann tekjupóst í bókum RÚV. Ef framlag styrksins og RÚV er ekki meirihlutaframlag í viðkomandi verk ræður framleiðandi efninu. Þá á eftir að skoða framlag RÚV og styrk Björgólfs, eigið framlag og styrk Kvikmyndamiðstöðvar í samhengi norrænna og evrópskra sjóða. Og meta höfundar- og eignarrétt. Víst vilja RÚV-menn afla tekna, sérstaklega til framleiðslu á leiknu efni, en málið er allt vanhugsað. RÚV ohf. var vanbúið að standa undir óskilgreindu hlutverki sínu. Samkeppnisstaða þess er vafasöm frá jafnræðissjónarmiðum. Framganga þess á auglýsingamarkaði er vafasöm. Ekki aðeins við aðra sjónvarpsmiðla, heldur líka við dagblöð, tímarit, héraðsblöð; ekki aðeins við miðla þess fyrirtækis sem gefur út Fréttablaðið, heldur líka alla hina, þar með talin þau fjölmiðlafyrirtæki sem Björgólfur Guðmundsson á í fyrir. Ekki er að efast um góðan tilgang þeirra sem upphafið að þessu áttu, né heldur góðan hug gefandans. En allt málið verður að skoða frá því umhverfi sem sjálfstæð fyrirtæki búa við samkvæmt lögum og því regluverki sem í gildi er, hér og erlendis, um starfsemi þeirra, um lög um Ríkisútvarp og samkeppnisstöðu annarra fjölmiðla í landinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun