YouTube gegn einelti Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 19. nóvember 2007 13:05 Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna. Vaxandi áhyggjur eru af auknu einelti í tölvupóstum, sms-skilaboðum og á samfélögum á netinu eins og MySpace og Facebook. Síðan var opnuð á fyrsta degi breskrar viku gegn einelti. Hún verður rekin í samvinnu við Beatbullying góðgerðarsamtökin. Emma-Jane Cross framkvæmdastjóri Beatbullying segist vera viss um að síðan muni breyta lífi fólks. „Það er svo auðvelt að verða fyrir einelti á netinu og það er auðveldara að gera eitthvað þar en fyrir framan manneskjuna." Hún bætir við að ef einhver verði fyrir einelti verði að segja frá því til að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Patrick Walker forstjóri myndbrotasamnýtingar fyrirtækisins í Evrópu segist vera afar ánægður með að aðstoða Beatbullying YouTube síðuna. Hann vonast til að hún verði hjálp fyrir margt ungt fólk, fjölskyldur og kennara. Fjöldi þekktra aðila tekur þátt í myndbrotum á síðunni með skilaboðum gegn einelti. Ronan Keating úr Boyzone segir sem dæmi: „Ef þú myndir ekki segja það beint við einhvern, ekki setja það á netið." Stúlknasveitin Girls Aloud segir: „Þegar fólk er óvænt slegið í gríni er það kannski fyndið, þangað til það er einhver í fjölskyldunni þinni sem situr í rólegheitum á bekk sem verður fyrir því." Leikkonan Kym Ryder og Beth Ditto úr Gossip koma einnig fram á síðunni með ungu fólki úr verkefnum Beatbullying. Þau munu gefa ráð og sýna hvernig verkefni gegn einelti á vegum bresku stjórnarinnar geta yfirbugað gerandann. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða eldri nemendur þjálfaðir til að skerast í leikinn, leysa upp átök og hjálpa þannig fórnarlömbum. Tækni Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna. Vaxandi áhyggjur eru af auknu einelti í tölvupóstum, sms-skilaboðum og á samfélögum á netinu eins og MySpace og Facebook. Síðan var opnuð á fyrsta degi breskrar viku gegn einelti. Hún verður rekin í samvinnu við Beatbullying góðgerðarsamtökin. Emma-Jane Cross framkvæmdastjóri Beatbullying segist vera viss um að síðan muni breyta lífi fólks. „Það er svo auðvelt að verða fyrir einelti á netinu og það er auðveldara að gera eitthvað þar en fyrir framan manneskjuna." Hún bætir við að ef einhver verði fyrir einelti verði að segja frá því til að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Patrick Walker forstjóri myndbrotasamnýtingar fyrirtækisins í Evrópu segist vera afar ánægður með að aðstoða Beatbullying YouTube síðuna. Hann vonast til að hún verði hjálp fyrir margt ungt fólk, fjölskyldur og kennara. Fjöldi þekktra aðila tekur þátt í myndbrotum á síðunni með skilaboðum gegn einelti. Ronan Keating úr Boyzone segir sem dæmi: „Ef þú myndir ekki segja það beint við einhvern, ekki setja það á netið." Stúlknasveitin Girls Aloud segir: „Þegar fólk er óvænt slegið í gríni er það kannski fyndið, þangað til það er einhver í fjölskyldunni þinni sem situr í rólegheitum á bekk sem verður fyrir því." Leikkonan Kym Ryder og Beth Ditto úr Gossip koma einnig fram á síðunni með ungu fólki úr verkefnum Beatbullying. Þau munu gefa ráð og sýna hvernig verkefni gegn einelti á vegum bresku stjórnarinnar geta yfirbugað gerandann. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða eldri nemendur þjálfaðir til að skerast í leikinn, leysa upp átök og hjálpa þannig fórnarlömbum.
Tækni Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira