Birgir Leifur á einu höggi yfir pari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2007 10:19 Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson komst betur frá öðrum keppnisdegi en þeim fyrsta á South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en tvísýnt er hvort hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi yfir pari í dag. Hann hóf leik á fyrstu braut í dag og náði strax fugli. Hann náði öðrum fugli á fjórðu braut en fékk svo skolla á þeirri níundu. Engu að síður góður árangur og lék hann fyrri níu á einu höggi undir pari. En eins og í gær gekk honum verr á síðari níu holunum sínum. Hann byrjaði á tíunda teig í gær og gekk vel þá á 10.-18. holu en í dag sýndi hann ekki sama stöðugleika. Hann byrjaði á því að fá tvo skolla. Birgir Leifur náði þó góðum fugli á 12. holu sem er par þrír en fékk svo skolla á þeirri næstu, par fimm. Þá komu þrjú pör, skolli og svo fugl á átjándu. Sem stendur er hann í 76.-86. sæti á mótinu og því óljóst hvort hann komist í gegnum niðurskurðinn. Það kemur í ljós síðar í dag þegar allir kylfingar hafa lokið keppni. Annar keppnisdagur: Einn yfir pari. 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 3 högg (fugl) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 5 högg (par) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 2 högg (fugl) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 5 högg (par) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 5 högg (skolli) Fyrri níu (par 36): 35 högg (einn undir pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 5 högg (skolli) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 5 högg (skolli) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 2 högg (fugl) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 6 högg (skolli) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 3 högg (par) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 5 högg (skolli) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 4 högg (fugl) Seinni níu (par 36): 38 högg (tveir yfir pari) Samtals: 1 yfir pari Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Samtals: 152 högg (átta yfir pari), 76.-86. sæti. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson komst betur frá öðrum keppnisdegi en þeim fyrsta á South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en tvísýnt er hvort hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi yfir pari í dag. Hann hóf leik á fyrstu braut í dag og náði strax fugli. Hann náði öðrum fugli á fjórðu braut en fékk svo skolla á þeirri níundu. Engu að síður góður árangur og lék hann fyrri níu á einu höggi undir pari. En eins og í gær gekk honum verr á síðari níu holunum sínum. Hann byrjaði á tíunda teig í gær og gekk vel þá á 10.-18. holu en í dag sýndi hann ekki sama stöðugleika. Hann byrjaði á því að fá tvo skolla. Birgir Leifur náði þó góðum fugli á 12. holu sem er par þrír en fékk svo skolla á þeirri næstu, par fimm. Þá komu þrjú pör, skolli og svo fugl á átjándu. Sem stendur er hann í 76.-86. sæti á mótinu og því óljóst hvort hann komist í gegnum niðurskurðinn. Það kemur í ljós síðar í dag þegar allir kylfingar hafa lokið keppni. Annar keppnisdagur: Einn yfir pari. 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 3 högg (fugl) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 5 högg (par) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 2 högg (fugl) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 5 högg (par) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 5 högg (skolli) Fyrri níu (par 36): 35 högg (einn undir pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 5 högg (skolli) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 5 högg (skolli) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 2 högg (fugl) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 6 högg (skolli) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 3 högg (par) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 5 högg (skolli) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 4 högg (fugl) Seinni níu (par 36): 38 högg (tveir yfir pari) Samtals: 1 yfir pari Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Samtals: 152 högg (átta yfir pari), 76.-86. sæti.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira