Birgir Leifur lék á þremur höggum yfir pari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2007 08:25 Birgir Leifur Hafþórsson Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á þremur höggum yfir pari þriðja keppnisdegi South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann hóf snemma leik í morgun og lék á samtals 75 höggum og var í 60.-63. sæti þegar hann lauk keppni í dag. Birgir Leifur byrjaði vel í morgun og var á einu höggi undir pari eftir fyrstu átta holurnar eftir að hafa fengið fugl á fimmtu holu í morgun sem er par fimm hola. En hann lenti í vandræðum á níundu holu sem er par fjögur og fékk skramba á henni. Þar með lék hann fyrri níu holurnar á 37 höggum, einu yfir pari vallarins. Hann byrjaði á því að fá par á fyrstu tveimur holunum á seinni níu en svo kom skolli á næstu tveimur. Hann náði síðan að halda sér á pari á síðustu fimm holum vallarins.Þriðji keppnisdagur: Þrír yfir pari. 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 5 högg (par) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 3 högg (par) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 4 högg (fugl) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 6 högg (skrambi)Fyrri níu (par 36): 37 högg (einn yfir pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 4 högg (skolli) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 6 högg (skolli) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 3 högg (par) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 4 högg (par)Seinni níu (par 36): 38 högg (tveir yfir pari) Samtals: 3 yfir pari Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Þriðji keppnisdagur: 75 högg (þrír yfir pari) Samtals: 227 högg (ellefu yfir pari, 60.-63. sæti) Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á þremur höggum yfir pari þriðja keppnisdegi South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann hóf snemma leik í morgun og lék á samtals 75 höggum og var í 60.-63. sæti þegar hann lauk keppni í dag. Birgir Leifur byrjaði vel í morgun og var á einu höggi undir pari eftir fyrstu átta holurnar eftir að hafa fengið fugl á fimmtu holu í morgun sem er par fimm hola. En hann lenti í vandræðum á níundu holu sem er par fjögur og fékk skramba á henni. Þar með lék hann fyrri níu holurnar á 37 höggum, einu yfir pari vallarins. Hann byrjaði á því að fá par á fyrstu tveimur holunum á seinni níu en svo kom skolli á næstu tveimur. Hann náði síðan að halda sér á pari á síðustu fimm holum vallarins.Þriðji keppnisdagur: Þrír yfir pari. 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 5 högg (par) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 3 högg (par) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 4 högg (fugl) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 6 högg (skrambi)Fyrri níu (par 36): 37 högg (einn yfir pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 4 högg (skolli) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 6 högg (skolli) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 3 högg (par) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 4 högg (par)Seinni níu (par 36): 38 högg (tveir yfir pari) Samtals: 3 yfir pari Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Þriðji keppnisdagur: 75 högg (þrír yfir pari) Samtals: 227 högg (ellefu yfir pari, 60.-63. sæti)
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira