Brákar saga Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. janúar 2008 11:29 Ég var dreginn í leikhús um daginn. Sannast sagna hef ég verið alltof óduglegur við að fara í leikhús seinni árin, því á einhverju tímabili fannst mér ég alltaf vera að horfa á drukkið fólk í stásstofum að rífast - einhverja svona íslenska velmegunarvansæld sem er alls góðs makleg en dálítið erfið að fylgjast með lengi í einu. Ég var dreginn alla leið upp í Borgarnes að sjá leiksýningu um ambáttina Þorgerði Brák sem segir frá í Egils sögu. ÞjóðargersemiÁður hafði ég séð þar sýninguna um Egil Skallagrímsson sem Benedikt Erlingsson er vonandi enn að leika, en Benedikt er þjóðargersemi, ekki síst fyrir þá sök að honum tekst að miðla ákveðinni aðferð við að njóta bókmennta, sem hefur verið útbreidd hér á landi þó hennar gæti lítt í opinberri bókmenntaumfjöllun: þetta er lestur sem einkennist af ákveðnu tvísæi - að lesa með glotti á vör en líka ást á textanum; að hlæja að textanum og með honum, vera inni í honum og utan við hann í senn. Þannig er hann ekki bara að rekja fyrir okkur gamla Íslendingasögu - hann er að kenna okkur að unna bókmenntum með því að taka þær ekki hátíðlega; kenna okkur að smjatta á þeim frekar en að bukta sig fyrir þeim. Þetta er eins og að hitta mann sem rekur fyrir manni það sem hann var að lesa á einstaklega lifandi hátt - leikur allar persónurnar, leikur það sem þær gera en bregst líka við umhverfinu og því sem kemur upp; er á staðnum hér og nú en ekki í annarri vídd, eins og manni finnast leiksýningar stundum vera. Hátækni og lágtækniÞessa aðferð má kannski kenna við hátækni og lágtækni í senn: ekki er notast með neina tækni leikhússins nema hóflega ljósanotkun en um leið þarf leikarinn að hafa vald á hátækni í sinni list.Um sýningu Brynhildar Guðjónsdóttur Brák í leikstjórn Atla Rafns Sigurðarsonar má nota slíkar lýsingar. Þetta er leikræn flugeldasýning. Brynhildur geysist fram og aftur um Sagnaloftið í Landnámssetrinu og spinnur mikinn vef úr þeim ellefu línum sem helgaðar eru Þorgerði Brák í Egils sögu - götulíf á Írlandi lifnar hjá henni, veisla á íslensku höfuðbóli, Höskuldur Dala-Kollsson á hóruhúsi í viðskiptaferð í útlöndum; ótal ólíkir karakterar: frá akfeitum köllum til fíngerðra írskra prinsessa.Endurtekningar og stef binda sýninguna saman, sumt án orða, eins og áhrifamikil handarhreyfing sem lýsir drukknun Brákar. Sagan af fóstrunni Þorgerði Brák í Eglu og það hvernig hún lifir áfram í afkomendum Egils er gott dæmi um írsk áhrif á Íslandi. Þau blasa við án þess að við höfum veitt þeim sérstaka eftirtekt nema einn og einn fræðimaður - Einar Ólafur Sveinsson á sinni tíð, Hermann Pálsson og Helgi Guðmundsson. Og Gísli Sigurðsson en rit hans Gaelic influence in Iceland er grundvallarrit í þessum rannsóknum.Og Brynhildur Guðjónsdóttir: lestur hennar á Egils sögu er svo frjór og sannfærandi að hér eftir sjáum við mannlífið þar með nýjum augum; mannlegum dráttum í Agli sjálfum fjölgar enn - og veitti ekki af. Tvískinnungs hefur gætt meðal Íslendinga um írsku áhrifin. Ekki fer á milli mála að mörgum þykir það svolítið exótískt og eftirsóknarvert að lifa sig inn í að vera komin af írskum þrælum, ekki síst þegar fólk er í verslunarferðum í Dublin og vill fara að telja til frændsemi við hálf hvumsa vertana á áttunda Guinness.En um leið hefur lítið verið gert úr írskum áhrifum á íslenskar bókmenntir; þar til á síðustu árum hafa menn verið blindir á tengslin, bæði formræn (dróttkvæðin) og þematísk, kannski ekki síst vegna þess að menn þekktu lítt írskar bókmenntir og horfast verður í augu við óþægilega hluti í arfi Íslendinga; þrælahald, kúgun, ofbeldi, rangsleitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ég var dreginn í leikhús um daginn. Sannast sagna hef ég verið alltof óduglegur við að fara í leikhús seinni árin, því á einhverju tímabili fannst mér ég alltaf vera að horfa á drukkið fólk í stásstofum að rífast - einhverja svona íslenska velmegunarvansæld sem er alls góðs makleg en dálítið erfið að fylgjast með lengi í einu. Ég var dreginn alla leið upp í Borgarnes að sjá leiksýningu um ambáttina Þorgerði Brák sem segir frá í Egils sögu. ÞjóðargersemiÁður hafði ég séð þar sýninguna um Egil Skallagrímsson sem Benedikt Erlingsson er vonandi enn að leika, en Benedikt er þjóðargersemi, ekki síst fyrir þá sök að honum tekst að miðla ákveðinni aðferð við að njóta bókmennta, sem hefur verið útbreidd hér á landi þó hennar gæti lítt í opinberri bókmenntaumfjöllun: þetta er lestur sem einkennist af ákveðnu tvísæi - að lesa með glotti á vör en líka ást á textanum; að hlæja að textanum og með honum, vera inni í honum og utan við hann í senn. Þannig er hann ekki bara að rekja fyrir okkur gamla Íslendingasögu - hann er að kenna okkur að unna bókmenntum með því að taka þær ekki hátíðlega; kenna okkur að smjatta á þeim frekar en að bukta sig fyrir þeim. Þetta er eins og að hitta mann sem rekur fyrir manni það sem hann var að lesa á einstaklega lifandi hátt - leikur allar persónurnar, leikur það sem þær gera en bregst líka við umhverfinu og því sem kemur upp; er á staðnum hér og nú en ekki í annarri vídd, eins og manni finnast leiksýningar stundum vera. Hátækni og lágtækniÞessa aðferð má kannski kenna við hátækni og lágtækni í senn: ekki er notast með neina tækni leikhússins nema hóflega ljósanotkun en um leið þarf leikarinn að hafa vald á hátækni í sinni list.Um sýningu Brynhildar Guðjónsdóttur Brák í leikstjórn Atla Rafns Sigurðarsonar má nota slíkar lýsingar. Þetta er leikræn flugeldasýning. Brynhildur geysist fram og aftur um Sagnaloftið í Landnámssetrinu og spinnur mikinn vef úr þeim ellefu línum sem helgaðar eru Þorgerði Brák í Egils sögu - götulíf á Írlandi lifnar hjá henni, veisla á íslensku höfuðbóli, Höskuldur Dala-Kollsson á hóruhúsi í viðskiptaferð í útlöndum; ótal ólíkir karakterar: frá akfeitum köllum til fíngerðra írskra prinsessa.Endurtekningar og stef binda sýninguna saman, sumt án orða, eins og áhrifamikil handarhreyfing sem lýsir drukknun Brákar. Sagan af fóstrunni Þorgerði Brák í Eglu og það hvernig hún lifir áfram í afkomendum Egils er gott dæmi um írsk áhrif á Íslandi. Þau blasa við án þess að við höfum veitt þeim sérstaka eftirtekt nema einn og einn fræðimaður - Einar Ólafur Sveinsson á sinni tíð, Hermann Pálsson og Helgi Guðmundsson. Og Gísli Sigurðsson en rit hans Gaelic influence in Iceland er grundvallarrit í þessum rannsóknum.Og Brynhildur Guðjónsdóttir: lestur hennar á Egils sögu er svo frjór og sannfærandi að hér eftir sjáum við mannlífið þar með nýjum augum; mannlegum dráttum í Agli sjálfum fjölgar enn - og veitti ekki af. Tvískinnungs hefur gætt meðal Íslendinga um írsku áhrifin. Ekki fer á milli mála að mörgum þykir það svolítið exótískt og eftirsóknarvert að lifa sig inn í að vera komin af írskum þrælum, ekki síst þegar fólk er í verslunarferðum í Dublin og vill fara að telja til frændsemi við hálf hvumsa vertana á áttunda Guinness.En um leið hefur lítið verið gert úr írskum áhrifum á íslenskar bókmenntir; þar til á síðustu árum hafa menn verið blindir á tengslin, bæði formræn (dróttkvæðin) og þematísk, kannski ekki síst vegna þess að menn þekktu lítt írskar bókmenntir og horfast verður í augu við óþægilega hluti í arfi Íslendinga; þrælahald, kúgun, ofbeldi, rangsleitni.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun