Hlaðinn lofi fyrir Englabörn Freyr Bjarnason skrifar 14. janúar 2008 05:00 Platan Englabörn fær mjög góða dóma á heimasíðunni Pitchforkmedia.com. Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhann fær góða dóma á síðunni því hann fékk 7,5 fyrir plötuna Dís og 6,9 fyrir IBM 1401 - A User"s Manual. Platan, sem kom fyrst út árið 2002 en var endurútgefin á síðasta ári hjá útgáfufyrirtækinu 4AD, hefur að geyma tónlist sem Jóhann samdi við leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. „Leikhústónlist getur sýnt fram á það óvenjulega í hinu hefðbunda og það besta við Englabörn er að hún getur sýnt fram á það sama í lífinu sjálfu," segir í dómnum. Jóhannes Ágústsson, annar eigenda 12 Tóna sem gefur plötur Jóhanns út hér á landi, hefur mikið dálæti á Englabörnum. „Þetta hefur verið perla í versluninni hjá okkur. Þeir sem hafa ferðast um landið sjá landið í þessari plötu, það er alveg magnað. Þetta er svipað og fólk hefur verið að upplifa með Sigur Rós," segir Jóhannes. „Mikið af ferðamönnum sem eru að fara út á land vantar tónlist í bílinn og þetta er plata sem við mælum alltaf með sem góð ferðamúsík. Maður svífur eiginlega alltaf þegar maður heyrir þessa plötu," segir hann og bætir við að Jóhann sé orðinn einn virtasti tónlistarmaðurinn sem þeir hafi á sínum snærum. Menning Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhann fær góða dóma á síðunni því hann fékk 7,5 fyrir plötuna Dís og 6,9 fyrir IBM 1401 - A User"s Manual. Platan, sem kom fyrst út árið 2002 en var endurútgefin á síðasta ári hjá útgáfufyrirtækinu 4AD, hefur að geyma tónlist sem Jóhann samdi við leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. „Leikhústónlist getur sýnt fram á það óvenjulega í hinu hefðbunda og það besta við Englabörn er að hún getur sýnt fram á það sama í lífinu sjálfu," segir í dómnum. Jóhannes Ágústsson, annar eigenda 12 Tóna sem gefur plötur Jóhanns út hér á landi, hefur mikið dálæti á Englabörnum. „Þetta hefur verið perla í versluninni hjá okkur. Þeir sem hafa ferðast um landið sjá landið í þessari plötu, það er alveg magnað. Þetta er svipað og fólk hefur verið að upplifa með Sigur Rós," segir Jóhannes. „Mikið af ferðamönnum sem eru að fara út á land vantar tónlist í bílinn og þetta er plata sem við mælum alltaf með sem góð ferðamúsík. Maður svífur eiginlega alltaf þegar maður heyrir þessa plötu," segir hann og bætir við að Jóhann sé orðinn einn virtasti tónlistarmaðurinn sem þeir hafi á sínum snærum.
Menning Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira