Skútumaður fyrir kviðdóm í Færeyjum 5. febrúar 2008 00:01 Langstærstur hluti fíkniefnanna sem fundust í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Tvö kíló til viðbótar fundust í Færeyjum, í skotti bíls hjá 24 ára Íslendingi. Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Færeyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögreglan um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfetamín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnumálinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kviðdómur sé kallaður saman í Færeyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sakborning sekan er það síðan kviðdóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meirihluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Færeyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögreglan um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfetamín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnumálinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kviðdómur sé kallaður saman í Færeyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sakborning sekan er það síðan kviðdóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meirihluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira