Yes, we can Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. febrúar 2008 06:00 Forval fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum jafngildir jólunum fyrir áhugamenn um kosningar. Og nú er allt eins og það á að vera, ótrúleg spenna hjá demókrötum en minni hjá repúblikönum sem krydda þó baráttuna með klassískum framhjáhaldsskandal. Gamla stríðshetjan McCain er greinilega ekki jafngamall og hann sýnist, blessaður. Rosaleg stemning fylgir framboði Obama og hann virðist ætla að fara langt á því að kunna að byggja upp góðan stíganda í ræðu. Einhvern veginn finnst manni nú samt blasa við að þarna er tiltölulega óþekktur og óreyndur maður að keppa við frambjóðanda sem hefur allt með sér, reynslu, rökfestu, getu og pólitískt bakland til að ná fram stefnumálum. Það þarf nefnilega að fylgja líka. Hillary er sterkari í utanríkismálum, heilbrigðismálum og menntamálum en keppinauturinn Obama. Washington-tengsl þykja ekki af hinu góða og menn keppast við að sverja af sér tengsl við valdablokkir í höfuðborginni og vilja geta sagst engum háðir. Þetta sagði Bush í kosningabaráttunni á sínum tíma og lofaði að byggja brýr á milli repúblikana og demókrata. Hann verður ekki vændur um að hafa staðið við það loforð. Og Obama hamrar á þessu líka. Reyndar held ég að þáttur Bush sé mun sterkari varðandi það hvað Obama vegnar vel, en það hvernig andstæðingur Hillary er. Bandaríkjamenn eru langþreyttir á pínlegum ræðum og meinlegum villum forsetans í ræðustól og þjóðin þráir - og reyndar heimurinn allur - að forseti Bandaríkjanna sé þess umkominn að orða hugsanir sínar þannig að þær skiljist. Og kannski ekki síður að hann skilji sjálfur hvað hann segir. Þá kemur Obama eins og kallaður. Hann birtist sem blanda af King og Kennedy, er myndarlegur og skörulegur ræðumaður sem höfðar sterkt til tilfinninga fólks. Kosningarnar eru sagðar sögulegar því nú eigast við tveir fulltrúar „minnihlutahópa", svartur maður og kona, eins broslegt og það nú hljómar. Til þess að greina það hversu mikið kynferði hefur að segja í þessu sambandi er ágætt að gera sér í hugarlund hverjir möguleikar svartrar konu væru, sem væri fremur óþekkt og áberandi reynsluminni en keppinautur hennar, en hefði það helst að vopni að flytja hjartnæmar ræður með boðskapnum: „Yes, we can." Ég held að Obama geti fyrst og fremst þakkað Bush fyrir það ef hann verður forsetaframbjóðandi demókrata. Bush vilja menn ekki, andstæðan við hann er Obama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun
Forval fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum jafngildir jólunum fyrir áhugamenn um kosningar. Og nú er allt eins og það á að vera, ótrúleg spenna hjá demókrötum en minni hjá repúblikönum sem krydda þó baráttuna með klassískum framhjáhaldsskandal. Gamla stríðshetjan McCain er greinilega ekki jafngamall og hann sýnist, blessaður. Rosaleg stemning fylgir framboði Obama og hann virðist ætla að fara langt á því að kunna að byggja upp góðan stíganda í ræðu. Einhvern veginn finnst manni nú samt blasa við að þarna er tiltölulega óþekktur og óreyndur maður að keppa við frambjóðanda sem hefur allt með sér, reynslu, rökfestu, getu og pólitískt bakland til að ná fram stefnumálum. Það þarf nefnilega að fylgja líka. Hillary er sterkari í utanríkismálum, heilbrigðismálum og menntamálum en keppinauturinn Obama. Washington-tengsl þykja ekki af hinu góða og menn keppast við að sverja af sér tengsl við valdablokkir í höfuðborginni og vilja geta sagst engum háðir. Þetta sagði Bush í kosningabaráttunni á sínum tíma og lofaði að byggja brýr á milli repúblikana og demókrata. Hann verður ekki vændur um að hafa staðið við það loforð. Og Obama hamrar á þessu líka. Reyndar held ég að þáttur Bush sé mun sterkari varðandi það hvað Obama vegnar vel, en það hvernig andstæðingur Hillary er. Bandaríkjamenn eru langþreyttir á pínlegum ræðum og meinlegum villum forsetans í ræðustól og þjóðin þráir - og reyndar heimurinn allur - að forseti Bandaríkjanna sé þess umkominn að orða hugsanir sínar þannig að þær skiljist. Og kannski ekki síður að hann skilji sjálfur hvað hann segir. Þá kemur Obama eins og kallaður. Hann birtist sem blanda af King og Kennedy, er myndarlegur og skörulegur ræðumaður sem höfðar sterkt til tilfinninga fólks. Kosningarnar eru sagðar sögulegar því nú eigast við tveir fulltrúar „minnihlutahópa", svartur maður og kona, eins broslegt og það nú hljómar. Til þess að greina það hversu mikið kynferði hefur að segja í þessu sambandi er ágætt að gera sér í hugarlund hverjir möguleikar svartrar konu væru, sem væri fremur óþekkt og áberandi reynsluminni en keppinautur hennar, en hefði það helst að vopni að flytja hjartnæmar ræður með boðskapnum: „Yes, we can." Ég held að Obama geti fyrst og fremst þakkað Bush fyrir það ef hann verður forsetaframbjóðandi demókrata. Bush vilja menn ekki, andstæðan við hann er Obama.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun