Hækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum 27. nóvember 2008 09:30 Rýnt í tölurnar. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni. Þó séu flestir á því að aðgerðapakkar sem ríkisstjórnir víða um heim séu ýmist með í smíðum eða hafi ýtt úr vör muni koma til með að styðja við fjármálakerfi heimsins. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Barack Obama, verðandi forseti landsins, tilkynnti að Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, muni leiða teymi efnahagsráðgjafa til að leiða landið úr þeim hremmingum sem dunið hafa yfir síðastliðið ár. Þá spilaði inn í að verð á hráolíu hefur hækkað lítillega, en það hefur þrýst gengi hlutabréfa í olíufyrirtækjum upp. Í ofanálag lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, auka flæði lánsfjár í kerfinu og blása lífi í einkaneyslu. Fjárfestar víða í Asíu tóku aðgerðunum fagnandi enda Kína lykilmarkaður í álfunni. Hlutabréfamarkaðir í Indlandi voru hins vegar lokaðir í dag eftir árásir hryðjuverkamanna í Mumbai í nótt. Óvíst er hvenær opnað verður fyrir hlutabréfaviðskipti þar í landi, að sögn AP. Hækkanir á mörkuðunum tveimur smituðu út frá sér á evrópska hlutabréfamarkaði í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,48 prósent en Dax-vísitalan í Þýskalandi og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um tvö prósent. Þá er sömuleiðis væn hækkun á Norðurlöndunum. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Ósló í Noregi, eða 3,65 prósent. Minnst er hún í Helsinki í Finnlandi, eða 1,77 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni. Þó séu flestir á því að aðgerðapakkar sem ríkisstjórnir víða um heim séu ýmist með í smíðum eða hafi ýtt úr vör muni koma til með að styðja við fjármálakerfi heimsins. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Barack Obama, verðandi forseti landsins, tilkynnti að Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, muni leiða teymi efnahagsráðgjafa til að leiða landið úr þeim hremmingum sem dunið hafa yfir síðastliðið ár. Þá spilaði inn í að verð á hráolíu hefur hækkað lítillega, en það hefur þrýst gengi hlutabréfa í olíufyrirtækjum upp. Í ofanálag lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, auka flæði lánsfjár í kerfinu og blása lífi í einkaneyslu. Fjárfestar víða í Asíu tóku aðgerðunum fagnandi enda Kína lykilmarkaður í álfunni. Hlutabréfamarkaðir í Indlandi voru hins vegar lokaðir í dag eftir árásir hryðjuverkamanna í Mumbai í nótt. Óvíst er hvenær opnað verður fyrir hlutabréfaviðskipti þar í landi, að sögn AP. Hækkanir á mörkuðunum tveimur smituðu út frá sér á evrópska hlutabréfamarkaði í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,48 prósent en Dax-vísitalan í Þýskalandi og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um tvö prósent. Þá er sömuleiðis væn hækkun á Norðurlöndunum. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Ósló í Noregi, eða 3,65 prósent. Minnst er hún í Helsinki í Finnlandi, eða 1,77 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira