Stefnir í mikla hækkun vestanhafs 8. september 2008 13:18 Í einu af útibúum bandaríska bankans Washington Mutual. Mynd/AFP Allt stefnir í mikla hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði við upphafi viðskiptadagsins. Skýringin liggur í mikilli bjartsýni fjárfesta beggja vegna Atlantsála á yfirtöku ríkisins á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Stemningin hefur snúið við þróuninni á skuldabréfamarkaði síðustu daga en verð þeirra hefur lækkað þar sem fjárfestar sjá nú meiri hagnaðarvon í viðsnúningi á hlutabréfamarkaði en með kaupum á skuldabréfum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Bjartsýni fjárfesta felst ekki síst í því að með yfirtöku ríkisins er reiknað með að vextir fasteignalána geti tekið að lækka og muni það auka einkaneyslu í Bandaríkjunum. Heldur hefur dregið úr hagvexti upp á síðkastið vegna samdráttar í einkaneyslu. Hagkerfið er að stærstum hluta neysluknúið og megi því reikna með að hagvöxtur taki að aukast í kjölfarið. Ekki liggur enn fyrir hvort yfirtakan muni gera mikið gagn fyrir þá fasteignalántaka, sem þegar hafa lent í vanskilum með greiðslur. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú hækkað um 2,34 prósent í framvirkum samningum og Nasdaq-vísitalan um rúm þrjú prósent. Þetta er svipuð hækkun og á meginlandi Evrópu í dag. Gengi banka og fjármálafyrirtækja hefur rokið upp beggja vegna Atlantsála í dag. Sem dæmi hafði gengi bréfa í bandaríska bankanum Washington Mutual rokið upp um tæp 20 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Allt stefnir í mikla hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði við upphafi viðskiptadagsins. Skýringin liggur í mikilli bjartsýni fjárfesta beggja vegna Atlantsála á yfirtöku ríkisins á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Stemningin hefur snúið við þróuninni á skuldabréfamarkaði síðustu daga en verð þeirra hefur lækkað þar sem fjárfestar sjá nú meiri hagnaðarvon í viðsnúningi á hlutabréfamarkaði en með kaupum á skuldabréfum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Bjartsýni fjárfesta felst ekki síst í því að með yfirtöku ríkisins er reiknað með að vextir fasteignalána geti tekið að lækka og muni það auka einkaneyslu í Bandaríkjunum. Heldur hefur dregið úr hagvexti upp á síðkastið vegna samdráttar í einkaneyslu. Hagkerfið er að stærstum hluta neysluknúið og megi því reikna með að hagvöxtur taki að aukast í kjölfarið. Ekki liggur enn fyrir hvort yfirtakan muni gera mikið gagn fyrir þá fasteignalántaka, sem þegar hafa lent í vanskilum með greiðslur. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú hækkað um 2,34 prósent í framvirkum samningum og Nasdaq-vísitalan um rúm þrjú prósent. Þetta er svipuð hækkun og á meginlandi Evrópu í dag. Gengi banka og fjármálafyrirtækja hefur rokið upp beggja vegna Atlantsála í dag. Sem dæmi hafði gengi bréfa í bandaríska bankanum Washington Mutual rokið upp um tæp 20 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira