Geta ekki hætt að teikna 10. júlí 2008 06:00 Sara maría Hægt verður að gera góð kaup í Bolaportinu um helgina. Um helgina verður slegið upp heljarinnar veislu í tilefni þriggja ára afmælis verslunarinnar Nakta apans í Bankastræti. Gamanið hefst í dag klukkan 14 og verða ýmsar uppákomur í boði. Sara María Eyþórsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, segir að það verði stíf dagskrá í gangi alla helgina. „Við verðum meðal annars með Bolaportið á laugardaginn í portinu hérna við hliðina á versluninni þar sem hægt er að kaupa gömul eintök af stuttermabolum frá Nakta apanum. Þar verður einnig hægt að kaupa handmálaðar nælur og svo verður hér myndlistarsýning sem ber yfirskriftina Með sinaskeiðabólgu en getum ekki hætt að teikna." Í versluninni sjálfri verður svo hægt að gera kostakaup þar sem allar vörur verða á afslætti. Hann er einnig langur listinn af hljómsveitum og plötusnúðum sem munu troða upp um helgina og má þar nefna hljómsveitir á borð við FM Belfast, Retro Stefson, Agent Fresco, Sykur og Miss Mount og plötusnúðana Alfons X, Danna Delux og hið sænska plötusnúðateymi B-Line Crew. „Á laugardagskvöldinu breytum við Prikinu í skemmtistað Nakta apans, staðurinn verður skreyttur í anda Nakta og boðið verður upp á litríka kokkteila," segir Sara María og lofar góðri stemningu um helgina. - sm Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Um helgina verður slegið upp heljarinnar veislu í tilefni þriggja ára afmælis verslunarinnar Nakta apans í Bankastræti. Gamanið hefst í dag klukkan 14 og verða ýmsar uppákomur í boði. Sara María Eyþórsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, segir að það verði stíf dagskrá í gangi alla helgina. „Við verðum meðal annars með Bolaportið á laugardaginn í portinu hérna við hliðina á versluninni þar sem hægt er að kaupa gömul eintök af stuttermabolum frá Nakta apanum. Þar verður einnig hægt að kaupa handmálaðar nælur og svo verður hér myndlistarsýning sem ber yfirskriftina Með sinaskeiðabólgu en getum ekki hætt að teikna." Í versluninni sjálfri verður svo hægt að gera kostakaup þar sem allar vörur verða á afslætti. Hann er einnig langur listinn af hljómsveitum og plötusnúðum sem munu troða upp um helgina og má þar nefna hljómsveitir á borð við FM Belfast, Retro Stefson, Agent Fresco, Sykur og Miss Mount og plötusnúðana Alfons X, Danna Delux og hið sænska plötusnúðateymi B-Line Crew. „Á laugardagskvöldinu breytum við Prikinu í skemmtistað Nakta apans, staðurinn verður skreyttur í anda Nakta og boðið verður upp á litríka kokkteila," segir Sara María og lofar góðri stemningu um helgina. - sm
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira