Kínverjar lækka stýrivexti 29. október 2008 12:37 Kínverska kauphöllin. Mynd/AFP Kínverski seðlabankinn lækkaði vexti um 27 punkta í dag til að takast á við þrengingar í efnahagslífinu. Þetta er þriðja vaxtalækkun bankans á einum og hálfum mánuði en vextirnir eru nú í 6,66 prósentum. Bæði inn- og útlánsvextir kínverskra banka lækka við þetta og verða eftirleiðis 3,6 prósent. „Hagvöxtur er að dragast saman og þingheimur krefst þess að grípa til aðgerða til að draga úr líkunum á harðri lendingu," segir Uiping Huang, sérfræðingur bandaríska bankans Citigroup í Hong Kong um málefni Kína. Associted Press-fréttastofan bætir því við að seðlabankar heimsins hafi upp á síðkastið lækkað stýrivexti hratt til að sveigja hjá því að lenda í svipaðri kreppu og á þriðja áratug síðustu aldar. Reiknað er með því að seðlabankar lækki vextina frekar á næstunni, þar á meðal bandaríski seðlabankinn í dag og sá evrópski í næstu viku. Seðlabanki Íslands hækkaði hins vegar stýrivexti í gær um sex prósentustig og fóru þeir við það í átján prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverski seðlabankinn lækkaði vexti um 27 punkta í dag til að takast á við þrengingar í efnahagslífinu. Þetta er þriðja vaxtalækkun bankans á einum og hálfum mánuði en vextirnir eru nú í 6,66 prósentum. Bæði inn- og útlánsvextir kínverskra banka lækka við þetta og verða eftirleiðis 3,6 prósent. „Hagvöxtur er að dragast saman og þingheimur krefst þess að grípa til aðgerða til að draga úr líkunum á harðri lendingu," segir Uiping Huang, sérfræðingur bandaríska bankans Citigroup í Hong Kong um málefni Kína. Associted Press-fréttastofan bætir því við að seðlabankar heimsins hafi upp á síðkastið lækkað stýrivexti hratt til að sveigja hjá því að lenda í svipaðri kreppu og á þriðja áratug síðustu aldar. Reiknað er með því að seðlabankar lækki vextina frekar á næstunni, þar á meðal bandaríski seðlabankinn í dag og sá evrópski í næstu viku. Seðlabanki Íslands hækkaði hins vegar stýrivexti í gær um sex prósentustig og fóru þeir við það í átján prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira