Ferrari breytir um herfræði í lokamótunum 7. október 2008 11:13 Ferrari gerði afdrifarík mistök í þjónustuhléi í síðasta móti og Felipe Massa fékk engin stig úr mótinu. Ferrari hefur ákveðið að hætta notkun ljósabúnaðar sem átti þátt í því að Felipe Massa fékk engin stig í síðasta móti, í Singapúr. Mikil hætta skapaðist þegar þjónustumaður gerði mistök og ræsti Massa af stað þó þjónustuhléi væri ekki lokið. Stefano Domenicali segir að öruggast sé að hætta notkun ljósabúnaðarins í síðustu mótum ársins til að skapa öryggi og minnka möguleika á óhöppum. Massa var í forystuhlutverki þegar atvikið kom upp í Singapúr mótinu Massa var einu stigi á eftir Lewis Hamilton fyrir síðasta móti, en eftir klúður í þjónustuhléi þar sem Massa dró á eftir sér bensínslönguna fékk hann engin stig. Lewis Hamilton er sjö stigum á undan Massa eftir mótið í Singapúr. Hann varð í þriðja sæti í mótinu og vann sér inn dýrmæt stig. Í mótinu í Japan um næstu helgi þá mun Ferrari beita sömu aðferð í þjónustuhléum og önnur lið hafa gert á árinu. Ferrari ætlaði að græða sekúndubrot með notkun ljósabúnaðarins, en tekur upp gömlu aðferðina, notar mann með skilti sem hleypir Massa og Kimi Raikkönen af stað í þjónustuhléum. Sú aðferð hefur verið notuð í áratugi með ágætum árangri. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari hefur ákveðið að hætta notkun ljósabúnaðar sem átti þátt í því að Felipe Massa fékk engin stig í síðasta móti, í Singapúr. Mikil hætta skapaðist þegar þjónustumaður gerði mistök og ræsti Massa af stað þó þjónustuhléi væri ekki lokið. Stefano Domenicali segir að öruggast sé að hætta notkun ljósabúnaðarins í síðustu mótum ársins til að skapa öryggi og minnka möguleika á óhöppum. Massa var í forystuhlutverki þegar atvikið kom upp í Singapúr mótinu Massa var einu stigi á eftir Lewis Hamilton fyrir síðasta móti, en eftir klúður í þjónustuhléi þar sem Massa dró á eftir sér bensínslönguna fékk hann engin stig. Lewis Hamilton er sjö stigum á undan Massa eftir mótið í Singapúr. Hann varð í þriðja sæti í mótinu og vann sér inn dýrmæt stig. Í mótinu í Japan um næstu helgi þá mun Ferrari beita sömu aðferð í þjónustuhléum og önnur lið hafa gert á árinu. Ferrari ætlaði að græða sekúndubrot með notkun ljósabúnaðarins, en tekur upp gömlu aðferðina, notar mann með skilti sem hleypir Massa og Kimi Raikkönen af stað í þjónustuhléum. Sú aðferð hefur verið notuð í áratugi með ágætum árangri.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira