Honda staðfestir að liðið sé hætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2008 10:01 Framtíð Jensen Button er í óvissu. Nordic Photos / Getty Images Honda hefur staðfest að liðið sé hætt þátttöku í Formúlu 1 og segir að það sé vegna efnahagskreppunnar sem ríkir í heiminum. Þetta þýðir að þeir Jensen Button og Rubens Barrichello eru án keppnisliða fyrir næsta tímabil. Þar að auki var tilkynnt að Honda myndi ekki heldur sjá Formúlu 1-bifreiðum fyrir vélum. Þó er ekki útilokað að liðið finni sér kaupanda í tæka tíð fyrir næsta keppnistímabil en Honda hefur gefið sér frest fram í janúar til þess. Ef það tekst ekki verða aðeins níu keppnislið í Formúlunni á næsta ári. Kostnaður Honda vegna Formúlu 1 hefur verið um 300 milljónir punda á ári eða 56 milljarðar króna. Starfsmönnum keppnisliðs Honda hefur verið tilkynnt að þeir megi búast við uppsagnarbréfum fyrir jól. Honda sagði enn fremur að keppt yrði á Suzuka-brautinni í Japan á næsta ári eins og áætlað var. Formúla Tengdar fréttir Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Honda hefur staðfest að liðið sé hætt þátttöku í Formúlu 1 og segir að það sé vegna efnahagskreppunnar sem ríkir í heiminum. Þetta þýðir að þeir Jensen Button og Rubens Barrichello eru án keppnisliða fyrir næsta tímabil. Þar að auki var tilkynnt að Honda myndi ekki heldur sjá Formúlu 1-bifreiðum fyrir vélum. Þó er ekki útilokað að liðið finni sér kaupanda í tæka tíð fyrir næsta keppnistímabil en Honda hefur gefið sér frest fram í janúar til þess. Ef það tekst ekki verða aðeins níu keppnislið í Formúlunni á næsta ári. Kostnaður Honda vegna Formúlu 1 hefur verið um 300 milljónir punda á ári eða 56 milljarðar króna. Starfsmönnum keppnisliðs Honda hefur verið tilkynnt að þeir megi búast við uppsagnarbréfum fyrir jól. Honda sagði enn fremur að keppt yrði á Suzuka-brautinni í Japan á næsta ári eins og áætlað var.
Formúla Tengdar fréttir Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47