Árituðu ólöglegar plötur 13. nóvember 2008 03:15 Hljómsveitin Mezzoforte, sem hefur verið starfandi í 31 ár, er nýkomin heim frá Hvíta-Rússlandi. Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum. „Þetta var alveg frábært. Þetta er nýjasta landið í safnið hjá okkur. Þau hafa verið að bætast við, austantjaldslöndin, eitt af öðru sem við komumst aldrei til í gamla daga vegna járntjaldsins," segir Eyþór Gunnarsson, meðlimur Mezzoforte. „Það voru rosafínar viðtökur sem við fengum. Við erum alltaf svolítið hissa að koma til nýrra landa og átta okkur á því hvað þetta hefur farið víða." Að sögn Eyþórs biðu aðdáendur Mezzoforte í löngum biðröðum eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritanir hjá þeim. Margir voru með ólöglegar bootleg-útgáfur af plötum sveitarinnar, sem þeir árituðu engu að síður. „Fólkið er ónæmt fyrir þessu og finnst þetta bara eðlilegt. Það kemur bara með bootleg-plöturnar og finnst það eðlilegt." Tónleikarnir í Hvíta-Rússlandi voru þeir síðustu í tónleikaferð Mezzoforte til að kynna nýjan DVD-mynddisk sem var tekinn upp á afmælistónleikum í Borgarleikhúsinu í fyrra. Þar lék tíu manna viðhafnarútgáfa af sveitinni tuttugu lög á tveggja tíma tónleikum. Næstu tónleikar Mezzoforte erlendis eru fyrirhugaðir í Þýskalandi í mars á næsta ári og þangað til fá þeir félagar góðan tíma til að hlaða batteríin. - fb Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum. „Þetta var alveg frábært. Þetta er nýjasta landið í safnið hjá okkur. Þau hafa verið að bætast við, austantjaldslöndin, eitt af öðru sem við komumst aldrei til í gamla daga vegna járntjaldsins," segir Eyþór Gunnarsson, meðlimur Mezzoforte. „Það voru rosafínar viðtökur sem við fengum. Við erum alltaf svolítið hissa að koma til nýrra landa og átta okkur á því hvað þetta hefur farið víða." Að sögn Eyþórs biðu aðdáendur Mezzoforte í löngum biðröðum eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritanir hjá þeim. Margir voru með ólöglegar bootleg-útgáfur af plötum sveitarinnar, sem þeir árituðu engu að síður. „Fólkið er ónæmt fyrir þessu og finnst þetta bara eðlilegt. Það kemur bara með bootleg-plöturnar og finnst það eðlilegt." Tónleikarnir í Hvíta-Rússlandi voru þeir síðustu í tónleikaferð Mezzoforte til að kynna nýjan DVD-mynddisk sem var tekinn upp á afmælistónleikum í Borgarleikhúsinu í fyrra. Þar lék tíu manna viðhafnarútgáfa af sveitinni tuttugu lög á tveggja tíma tónleikum. Næstu tónleikar Mezzoforte erlendis eru fyrirhugaðir í Þýskalandi í mars á næsta ári og þangað til fá þeir félagar góðan tíma til að hlaða batteríin. - fb
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira