Dikta fær aðstoð frá Svíþjóð 20. nóvember 2008 04:30 Rokksveitin gefur út nýtt lag á næstunni sem nefnist Let Go. MYND/ANTON Rokkararnir í Diktu eru að ljúka upptökum á nýju lagi, Let Go, sem fer líklega í spilun í byrjun desember. Fylgir það eftir vinsældum, Just Getting Started, sem kom út í sumar og fór á toppinn bæði hjá Rás 2 og X-inu. Svínn Jens Bogren mun hljóðblanda og leggja lokahönd á laginu en hann var upptökustjóri nýjustu plötu sænsku þungarokkssveitarinnar Opeth sem hefur getið sér gott orð að undanförnu. Bæði Let Go og Just Getting Started verða á næstu plötu Diktu sem er væntanleg eftir áramót. Dikta hafði stefnt á að fara í tónleikaferð til Bandaríkjanna á næstunni og taka plötuna síðan upp á vormánuðum. Þá kom babb í bátinn. „Þau plön eru farin að snúast í höndunum á okkur því gengið er orðið tvöfalt," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Sveitin fékk góðar viðtökur á Airwaves-hátíðinni í síðasta mánuði og varpaði á tónleikum sínum á breiðtjald samsettri mynd af Gordon Brown með Ísland í heljargreipum. Vakti það mikla athygli tónleikagesta. „Eftir tónleikana voru margir ánægðir með þetta en nú er búið að leysa það mál. Við fáum bara alla skuldasúpuna," segir Haukur. - fb Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rokkararnir í Diktu eru að ljúka upptökum á nýju lagi, Let Go, sem fer líklega í spilun í byrjun desember. Fylgir það eftir vinsældum, Just Getting Started, sem kom út í sumar og fór á toppinn bæði hjá Rás 2 og X-inu. Svínn Jens Bogren mun hljóðblanda og leggja lokahönd á laginu en hann var upptökustjóri nýjustu plötu sænsku þungarokkssveitarinnar Opeth sem hefur getið sér gott orð að undanförnu. Bæði Let Go og Just Getting Started verða á næstu plötu Diktu sem er væntanleg eftir áramót. Dikta hafði stefnt á að fara í tónleikaferð til Bandaríkjanna á næstunni og taka plötuna síðan upp á vormánuðum. Þá kom babb í bátinn. „Þau plön eru farin að snúast í höndunum á okkur því gengið er orðið tvöfalt," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Sveitin fékk góðar viðtökur á Airwaves-hátíðinni í síðasta mánuði og varpaði á tónleikum sínum á breiðtjald samsettri mynd af Gordon Brown með Ísland í heljargreipum. Vakti það mikla athygli tónleikagesta. „Eftir tónleikana voru margir ánægðir með þetta en nú er búið að leysa það mál. Við fáum bara alla skuldasúpuna," segir Haukur. - fb
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira