Mamma og pabbi hjálpa 27. nóvember 2008 01:45 Semur lögin, syngur og spilar á gítar á sinni fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár," segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Þar söng ég frumsamin lög og spilaði á gítar, sem ég var þá að byrja að læra á. Mamma og pabbi reyndu svo að koma mér á framfæri í einhverjum afmælum hjá ættingjum," útskýrir Elín sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir söngkonunnar Ellenar Kristjánsdóttur og tónlistarmannsins Eyþórs Gunnarssonar. Aðspurð segist hún ekki upplifa það sem pressu og segist njóta mikils stuðnings foreldra sinna. „Mamma og pabbi hafa alveg stutt mig í þessu og það er væri ekki hægt að ímynda sér betri foreldra í þessari stöðu," segir Elín. „Á plötunni er átta lög eftir mig og tvö bónus lög sem eru upptökur af þekktum lögum sem ég söng á Q-bar með blúsbandinu Köttum. Eitt laganna samdi ég með vinkonu minni Myrru Rós Þrastardóttur sem teiknaði einnig myndina framan á plötuumslagið og svo söng Sigga systir mín bakraddir," bætir hún við og segist ánægð með viðtökurnar sem diskurinn hefur fengið. „Nú erum við að vinna í að koma honum á fleiri staði," segir Elín sem heldur á Vestfirði í næsta mánuði og spilar á Café Rosenberg 5. og 6. desember. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár," segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Þar söng ég frumsamin lög og spilaði á gítar, sem ég var þá að byrja að læra á. Mamma og pabbi reyndu svo að koma mér á framfæri í einhverjum afmælum hjá ættingjum," útskýrir Elín sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir söngkonunnar Ellenar Kristjánsdóttur og tónlistarmannsins Eyþórs Gunnarssonar. Aðspurð segist hún ekki upplifa það sem pressu og segist njóta mikils stuðnings foreldra sinna. „Mamma og pabbi hafa alveg stutt mig í þessu og það er væri ekki hægt að ímynda sér betri foreldra í þessari stöðu," segir Elín. „Á plötunni er átta lög eftir mig og tvö bónus lög sem eru upptökur af þekktum lögum sem ég söng á Q-bar með blúsbandinu Köttum. Eitt laganna samdi ég með vinkonu minni Myrru Rós Þrastardóttur sem teiknaði einnig myndina framan á plötuumslagið og svo söng Sigga systir mín bakraddir," bætir hún við og segist ánægð með viðtökurnar sem diskurinn hefur fengið. „Nú erum við að vinna í að koma honum á fleiri staði," segir Elín sem heldur á Vestfirði í næsta mánuði og spilar á Café Rosenberg 5. og 6. desember.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira