Skítatúr Spocks í spinningsal 27. nóvember 2008 07:00 Dr. Spock passaði furðu vel við sveitt fólk á spinninghjólum. Fréttablaðið/Anton Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. „Þetta var frábærlega skemmtilegt," sagði Óttarr Proppé, sem útilokar ekki frekari spilamennsku fyrir líkamsræktarfólk. Verið var að kynna aðra breiðskífu Spocksins í fullri lengd, Falcon Christ. Fyrsta upplag plötunnar inniheldur auka DVD-disk með tónleikum Dr. Spock á Nasa á Iceland Airwaves í fyrra. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í svokölluðum Skítatúr sem hljómsveitin fer með sveitunum Agent Fresco og Slugs. Báðar þessar sveitir gefa nú út sínar fyrstu plötur. Í kvöld spila sveitirnar á Laugarvatni. Á föstudagskvöldið verða þær á Paddy's í Keflavík og á laugardagskvöldið í félagsmiðstöðinni X-ið á Stykkishólmi. Skítatúrnum lýkur svo í Bíóhöllinni á Akranesi á sunnudagskvöldið. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. „Þetta var frábærlega skemmtilegt," sagði Óttarr Proppé, sem útilokar ekki frekari spilamennsku fyrir líkamsræktarfólk. Verið var að kynna aðra breiðskífu Spocksins í fullri lengd, Falcon Christ. Fyrsta upplag plötunnar inniheldur auka DVD-disk með tónleikum Dr. Spock á Nasa á Iceland Airwaves í fyrra. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í svokölluðum Skítatúr sem hljómsveitin fer með sveitunum Agent Fresco og Slugs. Báðar þessar sveitir gefa nú út sínar fyrstu plötur. Í kvöld spila sveitirnar á Laugarvatni. Á föstudagskvöldið verða þær á Paddy's í Keflavík og á laugardagskvöldið í félagsmiðstöðinni X-ið á Stykkishólmi. Skítatúrnum lýkur svo í Bíóhöllinni á Akranesi á sunnudagskvöldið.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira