Ragnhildur Steinunn til Egyptalands 21. nóvember 2008 06:15 Sjónvarpskonan knáa er á leiðinni til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til að kynna myndina Astrópíu. „Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós," segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur kynnir Astrópíu á erlendri grundu en myndin var sýnd hér heima í fyrra við miklar vinsældir. „Þeir eru búnir að fara út og suður með myndina. Leikstjórinn var síðast í Texas og ég ætlaði að koma með en komst ekki vegna þess að tökur á þættinum mínum voru á sama tíma," segir hún og á þar við sjónvarpsþáttinn Gott kvöld. „Það hitti þannig á að ég var að klára tökur í gær (miðvikudag) og átti nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég gat nýtt." Ragnhildur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við undirbúning ferðarinnar. Síðast í gær sótti hún nýjan og stórglæsilegan kjól sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir saumaði á hana, sem hún mun klæðast í Kaíró. „Maður verður að vera í einhverju íslensku, það þýðir ekkert annað." Þátturinn Gott kvöld verður sýndur fram að jólum en hættir þá göngu sinni. Ragnhildur segir óvíst hvað taki þá við hjá sér. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en alveg ógeðslega mikil vinna. Þetta var eins og að vera búin í stóru prófi þegar við kláruðum," segir Ragnhildur áður hún heldur á vit ævintýranna. - fb Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós," segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur kynnir Astrópíu á erlendri grundu en myndin var sýnd hér heima í fyrra við miklar vinsældir. „Þeir eru búnir að fara út og suður með myndina. Leikstjórinn var síðast í Texas og ég ætlaði að koma með en komst ekki vegna þess að tökur á þættinum mínum voru á sama tíma," segir hún og á þar við sjónvarpsþáttinn Gott kvöld. „Það hitti þannig á að ég var að klára tökur í gær (miðvikudag) og átti nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég gat nýtt." Ragnhildur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við undirbúning ferðarinnar. Síðast í gær sótti hún nýjan og stórglæsilegan kjól sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir saumaði á hana, sem hún mun klæðast í Kaíró. „Maður verður að vera í einhverju íslensku, það þýðir ekkert annað." Þátturinn Gott kvöld verður sýndur fram að jólum en hættir þá göngu sinni. Ragnhildur segir óvíst hvað taki þá við hjá sér. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en alveg ógeðslega mikil vinna. Þetta var eins og að vera búin í stóru prófi þegar við kláruðum," segir Ragnhildur áður hún heldur á vit ævintýranna. - fb
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning