Plötur ársins 2008 tilkynntar 12. desember 2008 06:00 Fleet foxes Eins og jafnan á þessum tíma árs keppast nú blöð, tímarit og netmiðlar við að birta lista sína yfir bestu plötur ársins. Niðurstöðurnar eru jafn ólíkar og miðlarnir eru margir, en sé litið til heildarinnar skara sumar plötur fram úr. 1. Fleet Foxes - Fleet FoxesBon iverGæði kvintettsins Fleet Foxes frá Seattle spurðust fyrst út á netinu. Sveitin fékk samning við gamla gruggmerkið Sub Pop í byrjun árs og frumraunin sem kom út í júní þykir gríðarlega vel heppnuð. Miðað við ungan aldur meðlimanna þykir bandið gríðarlega þroskað og fullnægjandi. Tónlistin er róleg og þéttofin og er gagnrýnendum tíðrætt um sterk áhrif frá Beach Boys og Crosby, Stills, Nash & Young. 2. Bon Iver - For Emma, Forever agotv on the radioBon Iver („Góður vetur" á frönsku) er hljómsveitarnafn Justins Vernons. Hann samdi lögin á plötunni um hávetur í einangruðum sumarbústað í Wisconsin þar sem hann dvaldi sér til heilsubótar. Útkoman þykir einstaklega góð og persónuleg. 3. TV on the Radio - Dear Sciencelil wayneÞriðja stóra plata TV on the Radio frá New York þykir bæði besta og aðgengilegasta verk sveitarinnar. Sveitin þykir brúa snyrtilega bil tilraunamennsku og popptónlistar. 4. Lil‘ Wayne - Tha Carter IIIKings of leonSjötta plata rapparans Lil' Wayne gerði það einstaklega gott á árinu, uppskar mikið lof og fádæma vinsældir miðað við rappplötu. Platan er mest selda plata ársins í Bandaríkjunum og fékk flestar Grammy tilnefningar, alls átta. 5. Kings of Leon - Only By The NightFjórða plata þessa bræðrarokkbands frá Tennessee kom út í september og hefur verið mjög vinsæl um allan heim. Þetta er sneisafull plata af rokkslögurum, en „Sex on Fire" og „Use Somebody" hafa þegar slegið í gegn. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eins og jafnan á þessum tíma árs keppast nú blöð, tímarit og netmiðlar við að birta lista sína yfir bestu plötur ársins. Niðurstöðurnar eru jafn ólíkar og miðlarnir eru margir, en sé litið til heildarinnar skara sumar plötur fram úr. 1. Fleet Foxes - Fleet FoxesBon iverGæði kvintettsins Fleet Foxes frá Seattle spurðust fyrst út á netinu. Sveitin fékk samning við gamla gruggmerkið Sub Pop í byrjun árs og frumraunin sem kom út í júní þykir gríðarlega vel heppnuð. Miðað við ungan aldur meðlimanna þykir bandið gríðarlega þroskað og fullnægjandi. Tónlistin er róleg og þéttofin og er gagnrýnendum tíðrætt um sterk áhrif frá Beach Boys og Crosby, Stills, Nash & Young. 2. Bon Iver - For Emma, Forever agotv on the radioBon Iver („Góður vetur" á frönsku) er hljómsveitarnafn Justins Vernons. Hann samdi lögin á plötunni um hávetur í einangruðum sumarbústað í Wisconsin þar sem hann dvaldi sér til heilsubótar. Útkoman þykir einstaklega góð og persónuleg. 3. TV on the Radio - Dear Sciencelil wayneÞriðja stóra plata TV on the Radio frá New York þykir bæði besta og aðgengilegasta verk sveitarinnar. Sveitin þykir brúa snyrtilega bil tilraunamennsku og popptónlistar. 4. Lil‘ Wayne - Tha Carter IIIKings of leonSjötta plata rapparans Lil' Wayne gerði það einstaklega gott á árinu, uppskar mikið lof og fádæma vinsældir miðað við rappplötu. Platan er mest selda plata ársins í Bandaríkjunum og fékk flestar Grammy tilnefningar, alls átta. 5. Kings of Leon - Only By The NightFjórða plata þessa bræðrarokkbands frá Tennessee kom út í september og hefur verið mjög vinsæl um allan heim. Þetta er sneisafull plata af rokkslögurum, en „Sex on Fire" og „Use Somebody" hafa þegar slegið í gegn.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira