Fer ekki á svið með Jackson 5 1. nóvember 2008 04:15 Popparinn Michael Jackson ætlar ekki í tónleikaferð um heiminn með systkinum sínum í Jackson 5. Michael Jackson hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í fyrirhugaðri endurkomu hljómsveitarinnar Jackson 5. Yfirlýsing Jacksons kom degi eftir að eldri bróðir hans Jermaine sagði að Jackson ætlaði í tónleikaferð með sveitinni. Orðrómur hefur lengi verið uppi um að Jackson 5 ætli í tónleikaferð um heiminn á nýjan leik en það hefur ekki orðið að veruleika. „Bræður mínir og systur hafa stuðning minn og ást og við höfum upplifað mörg frábær augnablik saman. Eins og staðan er í dag hef ég samt ekki í hyggju að taka upp plötu með þeim eða fara í tónleikaferð," sagði hinn fimmtugi Jackson. „Ég er núna í hljóðveri að vinna að spennandi verkefnum sem ég hlakka til með að deila með aðdáendum mínum bráðlega á tónleikum." Jackson 5, sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum, var skipuð systkinunum, Michael, Tito, Marlon, Jackie, Jermaine og Randy. Á meðal vinsælustu laga þeirra voru I Want You Back, ABC og Shake Your Body (Down to the Ground). Síðasta tónleikaferð sveitarinnar var farin árið 1984 eftir að Jackson hafði þegar slegið í gegn sem sólótónlistarmaður með plötunum Off the Wall og Thriller. Sveitin kom síðast saman á tónleikum árið 2001 til að fagna þrjátíu ára tónlistarferli Jackson. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Michael Jackson hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í fyrirhugaðri endurkomu hljómsveitarinnar Jackson 5. Yfirlýsing Jacksons kom degi eftir að eldri bróðir hans Jermaine sagði að Jackson ætlaði í tónleikaferð með sveitinni. Orðrómur hefur lengi verið uppi um að Jackson 5 ætli í tónleikaferð um heiminn á nýjan leik en það hefur ekki orðið að veruleika. „Bræður mínir og systur hafa stuðning minn og ást og við höfum upplifað mörg frábær augnablik saman. Eins og staðan er í dag hef ég samt ekki í hyggju að taka upp plötu með þeim eða fara í tónleikaferð," sagði hinn fimmtugi Jackson. „Ég er núna í hljóðveri að vinna að spennandi verkefnum sem ég hlakka til með að deila með aðdáendum mínum bráðlega á tónleikum." Jackson 5, sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum, var skipuð systkinunum, Michael, Tito, Marlon, Jackie, Jermaine og Randy. Á meðal vinsælustu laga þeirra voru I Want You Back, ABC og Shake Your Body (Down to the Ground). Síðasta tónleikaferð sveitarinnar var farin árið 1984 eftir að Jackson hafði þegar slegið í gegn sem sólótónlistarmaður með plötunum Off the Wall og Thriller. Sveitin kom síðast saman á tónleikum árið 2001 til að fagna þrjátíu ára tónlistarferli Jackson.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira