Útvarpsþátturinn Flex á X-inu hefur verið færður af laugardagskvöldum yfir á föstudagskvöld og verður hann í loftinu frá 19 til 22. Ein af ástæðum þess er sú að hinn gamalgróni þáttur, Party Zone, er á dagskrá Rásar 2 á laugardagskvöldum.
Kristinn Bjarnason hjá Flex vill ekki meina að Flex hafi ekki þolað samkeppnina við Party Zone. „Þetta er alls ekki þannig. Ástæðan er sú að þarna voru tveir þættir á sama tíma og það er óplægður akur með föstudagana." - fb