Þrjár milljónir seldust 19. október 2008 02:30 Tom Yorke og félagar í Radiohead hafa selt þrjár milljónir eintaka af nýjustu plötu sinni, In Rainbows. Platan In Rainbows með Radiohead hefur selst í rúmum þremur milljónum eintaka síðan hún kom út fyrir ári síðan. Er þá bæði átt við netsölu og sölu í plötubúðum. Þetta kom fram í ávarpi Jane Dyball á ráðstefnunni You Are In Control sem lauk nýverið á Hótel Sögu. Dyball er yfirmaður viðskiptadeildar útgáfufyrirtækis Radiohead, Warner Chappell, og þykir eiga hvað mestan heiðurinn af velgengni plötunnar. Mikil leynd hafði hvílt yfir útgáfu In Rainbows, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hafði í raun selst. Aðdáendur sveitarinnar gátu ráðið því hvort þeir borguðu fyrir plötuna, sem var algjör nýlunda, og vakti uppátækið gríðarlega athygli í fjölmiðlum. Í ávarpi Dyball kom fram að áður en In Rainbows kom í búðir hafði hún þegar selst betur en síðasta plata Radiohead þar á undan, Hail to the Thief, seldist í búðum. Í ávarpinu kom einnig fram að bæði útgáfufyrirtækið og hljómsveitin hafi grætt meira á plötunni en mögulegt hefði verið með hefðbundnu fyrirkomulagi. Í dag hefur In Rainbows selst í 1,75 milljónum eintaka í búðum, auk þess sem hundrað þúsund eintök í viðhafnarútgáfum hafa selst í gegnum heimasíðu Radiohead. Á netinu hefur platan því selst í rúmri milljón eintaka, bæði í gegnum heimasíðu sveitarinnar og aðrar síður á borð við iTunes. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Platan In Rainbows með Radiohead hefur selst í rúmum þremur milljónum eintaka síðan hún kom út fyrir ári síðan. Er þá bæði átt við netsölu og sölu í plötubúðum. Þetta kom fram í ávarpi Jane Dyball á ráðstefnunni You Are In Control sem lauk nýverið á Hótel Sögu. Dyball er yfirmaður viðskiptadeildar útgáfufyrirtækis Radiohead, Warner Chappell, og þykir eiga hvað mestan heiðurinn af velgengni plötunnar. Mikil leynd hafði hvílt yfir útgáfu In Rainbows, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hafði í raun selst. Aðdáendur sveitarinnar gátu ráðið því hvort þeir borguðu fyrir plötuna, sem var algjör nýlunda, og vakti uppátækið gríðarlega athygli í fjölmiðlum. Í ávarpi Dyball kom fram að áður en In Rainbows kom í búðir hafði hún þegar selst betur en síðasta plata Radiohead þar á undan, Hail to the Thief, seldist í búðum. Í ávarpinu kom einnig fram að bæði útgáfufyrirtækið og hljómsveitin hafi grætt meira á plötunni en mögulegt hefði verið með hefðbundnu fyrirkomulagi. Í dag hefur In Rainbows selst í 1,75 milljónum eintaka í búðum, auk þess sem hundrað þúsund eintök í viðhafnarútgáfum hafa selst í gegnum heimasíðu Radiohead. Á netinu hefur platan því selst í rúmri milljón eintaka, bæði í gegnum heimasíðu sveitarinnar og aðrar síður á borð við iTunes.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira