Frábær upphitun 14. apríl 2008 00:01 Tölvuleikir Gran Turismo 5: Prologue Playstation 3 Pegi: 3+ HHHH Forsmekkur af því sem koma skal. Gran Turismo 5: Prologue er forsmekkurinn á GT 5 sem á að koma út á næsta ári fyrir Playstation 3. Leikurinn er dálítið sérstakur fyrir þær sakir að hann stígur línuna á milli þess að vera sýnishorn eða full útgáfa. Hann er einhver staðar mitt á milli og þess vegna erfitt að vita hvernig á að eiga við hann. Leikurinn inniheldur sex brautir sem er hægt að spila bæði venjulega eða speglaðar, í leiknum eru síðan um 70 bílar sem er hægt að keppa á. Leikurinn skartar fullri háskerpuupplausn og 60 römmum á sekúndu. Leikurinn lítur meiriháttar vel út og nýtur sín vel í stóru háskerpu sjónvarpstæki. Í hljóðdeildinni svíkur leikurinn ekki heldur og skartar 7.1 hljóðrásum og hæfir vel í heimabíóið. GT leikirnir hafa ávallt gengið út á raunveruleika og að þér finnist þú vera að upplifa raunveruleikann þegar þú keyrir um brautir leiksins. Stór munur er á milli þess að keyra um á WV Golf GT eða Ford Mustang, hver bíll hefur sína eigin tilfinningu í akstri. Fyrir gírhausana er hægt að eyða talsverðum tíma í að fínstilla bílinn, fjöðrunina og annað í bílnum, og fyrir hina er hægt að leyfa leiknum að velja fyrir sig. Þegar þú ert búinn að eyða góðum tíma í að klára allar keppnir og ná öllum prófum sem er hægt að ná, bíður eftir þér netspilun og er það í fyrsta sinn sem GT serían skartar því. 16 leikmenn geta spilað í einu saman í keppnum á netinu. Leikurinn er með skemmtilegan hlut sem kallast GT Tv og er þar hægt að horfa á háskerpu myndbrot um bíla og annað því tengt og síðar verður hægt að horfa á bresku Top Gear þættina í gegnum þetta. Hönnuðir leiksins hafa lofað viðbótum sem verða gefnar út á næstu mánuðum, eins og fleiri brautum og bílum og mun það líklega auka endingu leiksins. Spurningin er, er leikurinn þess virði að kaupa? Er verið að kaupa sýnishorn eða eitthvað meira? Svarið er að leikurinn fer línuna mitt á milli og er vel þess virði að kíkja á fyrir bílaáhugamenn og mun stytta þeim stundirnar þangað til að Gran Turismo 5 kemur út að ári og ekki sakar að leikurinn er á lægra verði.Sveinn A. Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Gran Turismo 5: Prologue er forsmekkurinn á GT 5 sem á að koma út á næsta ári fyrir Playstation 3. Leikurinn er dálítið sérstakur fyrir þær sakir að hann stígur línuna á milli þess að vera sýnishorn eða full útgáfa. Hann er einhver staðar mitt á milli og þess vegna erfitt að vita hvernig á að eiga við hann. Leikurinn inniheldur sex brautir sem er hægt að spila bæði venjulega eða speglaðar, í leiknum eru síðan um 70 bílar sem er hægt að keppa á. Leikurinn skartar fullri háskerpuupplausn og 60 römmum á sekúndu. Leikurinn lítur meiriháttar vel út og nýtur sín vel í stóru háskerpu sjónvarpstæki. Í hljóðdeildinni svíkur leikurinn ekki heldur og skartar 7.1 hljóðrásum og hæfir vel í heimabíóið. GT leikirnir hafa ávallt gengið út á raunveruleika og að þér finnist þú vera að upplifa raunveruleikann þegar þú keyrir um brautir leiksins. Stór munur er á milli þess að keyra um á WV Golf GT eða Ford Mustang, hver bíll hefur sína eigin tilfinningu í akstri. Fyrir gírhausana er hægt að eyða talsverðum tíma í að fínstilla bílinn, fjöðrunina og annað í bílnum, og fyrir hina er hægt að leyfa leiknum að velja fyrir sig. Þegar þú ert búinn að eyða góðum tíma í að klára allar keppnir og ná öllum prófum sem er hægt að ná, bíður eftir þér netspilun og er það í fyrsta sinn sem GT serían skartar því. 16 leikmenn geta spilað í einu saman í keppnum á netinu. Leikurinn er með skemmtilegan hlut sem kallast GT Tv og er þar hægt að horfa á háskerpu myndbrot um bíla og annað því tengt og síðar verður hægt að horfa á bresku Top Gear þættina í gegnum þetta. Hönnuðir leiksins hafa lofað viðbótum sem verða gefnar út á næstu mánuðum, eins og fleiri brautum og bílum og mun það líklega auka endingu leiksins. Spurningin er, er leikurinn þess virði að kaupa? Er verið að kaupa sýnishorn eða eitthvað meira? Svarið er að leikurinn fer línuna mitt á milli og er vel þess virði að kíkja á fyrir bílaáhugamenn og mun stytta þeim stundirnar þangað til að Gran Turismo 5 kemur út að ári og ekki sakar að leikurinn er á lægra verði.Sveinn A. Gunnarsson
Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira