Mörg Meistaradeildarmet nálægt því að falla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2008 09:01 Josep Llorente fagnar einu þriggja marka sinna í gær. Nordic Photos / AFP Flest mörk á einu kvöldi, fljótastur að skora þrennu, sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og næstflest mörk í einum leik. Það voru ófá metin sem voru nálægt því að falla í Meistaradeild Evrópu í gær. Fyrst skal nefna að 36 mörk voru skoruð í átta leikjum Meistaradeildarinnar sem er metjöfnun. Sami markafjöldi var skoraður þann 13. september árið 2000 eða 4,5 mörk að meðaltali í leik. Reyndar voru 44 mörk skoruð á einu og sama kvöldinu þann 1. október 1997 en þá fóru tólf leikir fram og meðalfjöldi marka ekki nema 3,67 mörk í leik. Alls voru níu mörk skoruð í leik Villarreal og Álaborgar í gær en það eru næstflest mörk sem hafa verið skoruð í einum og sama leiknum. Metið stendur enn en það var sett þegar að Monaco vann 8-3 sigur á Deportivo La Coruna í nóvember 2003. Reyndar hefur það tvívegis gerst áður að níu mörk eru skoruð í einum leik en báðir þeir lauk með 7-2 franskra liða, Lyon (gegn Werder Bremen, 2005) og Paris Saint-Germain (gegn Rosenborg, 2000). Þess má svo einnig geta að átta mörk voru skoruð í leik Steaua Búkarest og Lyon í gær en þeir frönsku unnu 5-3 sigur. Það var í ellefta sinn sem átta mörk líta dagsins ljós í einum leik. Lyon komst reyndar einnig í metabækurnar í gær fyrir að vinna leik eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á útivelli. Steaua komst í 2-0 en varð að sætta sig við tap. Fjögur önnur lið hafa einnig afrekað hið sama og Lyon. Það tók Joseba Llorente, leikmann Villarreal, ekki nema sautján mínútur að skora þrennu í leiknum gegn Álaborg í gær. Það er næstskemmsti tími sem leikmaður hefur þurft til að skora þrennu. Metið á Mike Newell, fyrrum leikmaður Blackburn, sem skoraði þrennu á níu mínútum í 4-1 sigurleik liðsins gegn Rosenborg í desember árið 1995. Að síðustu má einnig geta þess að Dimitar Berbatov skoraði í gær 250. mark Manchester United í Meistaradeildinni frá upphafi. Um var að ræða fyrra mark Berbatov í leiknum. United hefur skorað næstflest mörk í aðalkeppni Meistaradeildarinnar en Real Madrid trónir á toppi þess lista með 268 mörk. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Flest mörk á einu kvöldi, fljótastur að skora þrennu, sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og næstflest mörk í einum leik. Það voru ófá metin sem voru nálægt því að falla í Meistaradeild Evrópu í gær. Fyrst skal nefna að 36 mörk voru skoruð í átta leikjum Meistaradeildarinnar sem er metjöfnun. Sami markafjöldi var skoraður þann 13. september árið 2000 eða 4,5 mörk að meðaltali í leik. Reyndar voru 44 mörk skoruð á einu og sama kvöldinu þann 1. október 1997 en þá fóru tólf leikir fram og meðalfjöldi marka ekki nema 3,67 mörk í leik. Alls voru níu mörk skoruð í leik Villarreal og Álaborgar í gær en það eru næstflest mörk sem hafa verið skoruð í einum og sama leiknum. Metið stendur enn en það var sett þegar að Monaco vann 8-3 sigur á Deportivo La Coruna í nóvember 2003. Reyndar hefur það tvívegis gerst áður að níu mörk eru skoruð í einum leik en báðir þeir lauk með 7-2 franskra liða, Lyon (gegn Werder Bremen, 2005) og Paris Saint-Germain (gegn Rosenborg, 2000). Þess má svo einnig geta að átta mörk voru skoruð í leik Steaua Búkarest og Lyon í gær en þeir frönsku unnu 5-3 sigur. Það var í ellefta sinn sem átta mörk líta dagsins ljós í einum leik. Lyon komst reyndar einnig í metabækurnar í gær fyrir að vinna leik eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á útivelli. Steaua komst í 2-0 en varð að sætta sig við tap. Fjögur önnur lið hafa einnig afrekað hið sama og Lyon. Það tók Joseba Llorente, leikmann Villarreal, ekki nema sautján mínútur að skora þrennu í leiknum gegn Álaborg í gær. Það er næstskemmsti tími sem leikmaður hefur þurft til að skora þrennu. Metið á Mike Newell, fyrrum leikmaður Blackburn, sem skoraði þrennu á níu mínútum í 4-1 sigurleik liðsins gegn Rosenborg í desember árið 1995. Að síðustu má einnig geta þess að Dimitar Berbatov skoraði í gær 250. mark Manchester United í Meistaradeildinni frá upphafi. Um var að ræða fyrra mark Berbatov í leiknum. United hefur skorað næstflest mörk í aðalkeppni Meistaradeildarinnar en Real Madrid trónir á toppi þess lista með 268 mörk.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira