Söngvamyndin High School Musical 3: Senior Year fór beint í efsta sætið yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um liðna helgi. Þessi framhaldsmynd er sú fyrsta í röðinni sem er sýnd á hvíta tjaldinu því hinar tvær voru eingöngu gerðar fyrir sjónvarp. Fjallar hún um ástarsamband þeirra Troys Bolton og Gabriella Montez sem þau Zaz Efron og Vanessa Hudgens leika.
Í öðru sæti á listanum lenti framhaldshryllingurinn Saw V. Hún er fyrsta myndin í seríunni sem fer ekki beint í efsta sætið aðsóknarlistanum sína fyrstu viku á lista.