Pálmi: Þetta toppaði allt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2008 11:54 Pálmi Rafn er aðalmaðurinn hjá Stabæk í dag. Mynd/Heimasíða Stabæk Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Stabæk en þangað kom hann fyrr í sumar frá Val. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga skömmu síðar. Stabæk er nú með sex stiga forystu á Fredrikstad þegar tvær umferðir eru eftir og er þar að auki með mun hagstæðara markahlutfall. Mark Pálma vakti vitanlega gríðarlega athygli og er hann hetja liðsins í dag. „Ég er visslega búinn að fá óþarflega mikla athygli," sagði Pálmi Rafn í samtali við Vísi. „En það er auðvitað liðið sjálft sem er búið að vinna að þessu alla leiktíðina enda búið að spila ótrúlega vel. Ég var bara heppinn að skora þetta mark en það hefðu allir skorað úr þessu færi. Ég hef nú ekki verið neitt númer hér úti en þessi umfjöllun ætti bara að auka sjálfstraustið hjá mér og er þetta því gott fyrir mig." Síðan að Pálmi kom til Stabæk hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu en segir það eðlilegt. „Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum í sumar og því ekki verið að breyta liðinu mikið. Ég hef þó reynt að nýta mín tækifæri en markið í gær toppaði auuðvitað allt. Ég hefði ekki getað leyft mér að dreyma um þetta." „Ég hef líka þurft að venjast boltanum hér úti enda hraðari en heima. Ég hef líka þurft að læra á meðspilarana og átti ég aldrei von á því að detta strax í byrjunarliðið. Ég var frekar að hugsa um næsta tímabil. Ef það myndi ekkert ganga hjá mér þá yrði ég fyrst ósáttur." Hann veit þó að það er ekki auðvelt að þurfa að verja titil. „Nú verðum við liðið sem allir vilja vinna. En það þýðir ekkert að fara með eitthvað vonleysi í næsta tímabil. Árangurinn nú gerir það bara meira krefjandi. Svona er þetta bara." Pálmi hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og komið inn á sem varamaður í nokkrum leikjum. „Ég er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á bekknum. Það á alveg einstaklega illa við mig. En ég er samt þokkalega ánægður með mína stöðu í boltanum. Enda get ég ekki kvartað eftir gærdaginn." Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Stabæk en þangað kom hann fyrr í sumar frá Val. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga skömmu síðar. Stabæk er nú með sex stiga forystu á Fredrikstad þegar tvær umferðir eru eftir og er þar að auki með mun hagstæðara markahlutfall. Mark Pálma vakti vitanlega gríðarlega athygli og er hann hetja liðsins í dag. „Ég er visslega búinn að fá óþarflega mikla athygli," sagði Pálmi Rafn í samtali við Vísi. „En það er auðvitað liðið sjálft sem er búið að vinna að þessu alla leiktíðina enda búið að spila ótrúlega vel. Ég var bara heppinn að skora þetta mark en það hefðu allir skorað úr þessu færi. Ég hef nú ekki verið neitt númer hér úti en þessi umfjöllun ætti bara að auka sjálfstraustið hjá mér og er þetta því gott fyrir mig." Síðan að Pálmi kom til Stabæk hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu en segir það eðlilegt. „Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum í sumar og því ekki verið að breyta liðinu mikið. Ég hef þó reynt að nýta mín tækifæri en markið í gær toppaði auuðvitað allt. Ég hefði ekki getað leyft mér að dreyma um þetta." „Ég hef líka þurft að venjast boltanum hér úti enda hraðari en heima. Ég hef líka þurft að læra á meðspilarana og átti ég aldrei von á því að detta strax í byrjunarliðið. Ég var frekar að hugsa um næsta tímabil. Ef það myndi ekkert ganga hjá mér þá yrði ég fyrst ósáttur." Hann veit þó að það er ekki auðvelt að þurfa að verja titil. „Nú verðum við liðið sem allir vilja vinna. En það þýðir ekkert að fara með eitthvað vonleysi í næsta tímabil. Árangurinn nú gerir það bara meira krefjandi. Svona er þetta bara." Pálmi hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og komið inn á sem varamaður í nokkrum leikjum. „Ég er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á bekknum. Það á alveg einstaklega illa við mig. En ég er samt þokkalega ánægður með mína stöðu í boltanum. Enda get ég ekki kvartað eftir gærdaginn."
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23