Verður Arnold Schwarzenegger í nýju Terminator-myndinni, sem kemur út næsta sumar? Hann hefur alltént sést á tali við Christian Bale á tökustað myndarinnar og hefur það vakið grunsemdir manna á Empire og zimbio.com.
Flestir telja kappann þó fara með lítið hlutverk. Helst grunar menn að hann sjáist í feluhlutverki, eða „cameo", eða í honum heyrist yfir einhverju myndskeiðanna. Kannski vantaði Bale bara góð ráð. Langaði Arnold bara í heimsókn á kunnuglegar slóðir?
Ekkert hefur verið staðfest í þessum efnum en menn geta séð umræddan atburð á youtube og ályktað sjálfir hvað ríkisstjórinn er að gera. - kbs