Hinn óvissi tími Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 22. júlí 2008 21:45 Um allt landið reyna kjósendur og yngri áhugamenn um framtíðarhorfur samfélags hér við ysta haf að átta sig á hvert stjórnvöld stefna í atvinnuþróun. Eftir tímabil loftkenndra drauma um vaxandi hlut okkar í fjármálastarfsemi er runnið af mönnum bernskt oflátungskastið og við erum aftur fallin niður á moldargólfin. Framleiðni hér er of lítil, markaðurinn er of smár í fjölda atvinnugreina, sókn á aðra markaði erfið, sjávarafli fer minnkandi. Ofvaxtarskeiðið sem sumpart stóð vegna hyggjulítillar gjaldeyrisstefnu sem dró til sín fjármagn vegna vaxtamunar, sumpart vegna stórframkvæmda, er nú liðið en langt í að ofþenslan hverfi úr efnahagslífinu: það eru hinir dökku drættir sem þenslan skilur eftir sem eru að skýrast nú. Og menn líta til stjórnvalda: yfirvaldsdýrkunin situr djúpt í þjóðarsálinni. Við lítum ekki til atvinnulífsins eftir forystu, sækjum ekki í óþrjótandi banka hugmyndaauðgi einkaframtaksins sem ríkisstjórnarflokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, er sífellt að hampa. Nei, við lítum eina ferðina enn til stjórnvalda - og erlendra auðhringa og þess eina sem vita má að við getum selt, vatnsfalla og jarðorku. Það er þrýst á hraðan framgang rannsókna og síðan undirbúnings nýrra virkjana, þvert ofan í viðurkenndan meirihluta vilja atkvæðabærra manna, að hollast væri nú að hugsa vel okkar ráð, bíða, fara fram með forsjá. Það er hinn lýðræðislegi vilji. Sá vaxandi þungi náttúruverndar sem hefur hin síðari misseri lifnað er ekki bara barnaskapur, hugsjónaflónska eins og þeir segja fyrir austan og norðan sem hafa séð stofna hverfa úr hafi, nálæg mið tæmast, byggð dragast saman og innlendan iðnað hverfa. Örvæntingin í dreifðum byggðum landsins blekkir þá sem trúa að fagurt mannlíf hefjist í dreifðum byggðum með þrjú hundruð starfa verksmiðju. Bakki bjargar ekki Þingeyjarsýslum, Reyðarfjörður reddar ekki fámenninu fyrir austan. Og þeir sem fullyrða að velmegun megi enn um sinn halda uppi með nýjum virkjunum, nýjum verksmiðjum, nýjum þenslugjöfum verða á endanum að svara því: og hvað svo? Nýir atvinnukostir, stöðugri velferð gætu haldist í hendur væru okkur allir vegir færir. Ekki inn á fjarlæga markaði heldur nálæga. Fengjust þeir ruddir. Regluverkið sem brennt er í hugsun þeirra sem trúa á stóru lausnina: stóra virkjun og stóra verksmiðju, er fornt en virkar vel í mörgum gömlum nýlendum með einhæfa og veika framleiðslugetu. Okkur dettur ekki einu sinni í hug að spyrja: hvers vegna er framleiðni okkar svona slök? Og breyta vana okkar þegar svarið fæst. Og enn síður eru menn tilbúnir að varpa ábyrgð lífsafkomunnar á einstaklingana - hugkvæmni og frumkvæði þeirra - sem á endanum verða að bjarga sér. Nei, köllum á ríkisstjórnina, hringjum svo í næsta alþjóðlega auðhring, ryðjum lönd fyrir lón, tökum ný lán fyrir fleiri virkjunum. Það er sjálfstæð afstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Um allt landið reyna kjósendur og yngri áhugamenn um framtíðarhorfur samfélags hér við ysta haf að átta sig á hvert stjórnvöld stefna í atvinnuþróun. Eftir tímabil loftkenndra drauma um vaxandi hlut okkar í fjármálastarfsemi er runnið af mönnum bernskt oflátungskastið og við erum aftur fallin niður á moldargólfin. Framleiðni hér er of lítil, markaðurinn er of smár í fjölda atvinnugreina, sókn á aðra markaði erfið, sjávarafli fer minnkandi. Ofvaxtarskeiðið sem sumpart stóð vegna hyggjulítillar gjaldeyrisstefnu sem dró til sín fjármagn vegna vaxtamunar, sumpart vegna stórframkvæmda, er nú liðið en langt í að ofþenslan hverfi úr efnahagslífinu: það eru hinir dökku drættir sem þenslan skilur eftir sem eru að skýrast nú. Og menn líta til stjórnvalda: yfirvaldsdýrkunin situr djúpt í þjóðarsálinni. Við lítum ekki til atvinnulífsins eftir forystu, sækjum ekki í óþrjótandi banka hugmyndaauðgi einkaframtaksins sem ríkisstjórnarflokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, er sífellt að hampa. Nei, við lítum eina ferðina enn til stjórnvalda - og erlendra auðhringa og þess eina sem vita má að við getum selt, vatnsfalla og jarðorku. Það er þrýst á hraðan framgang rannsókna og síðan undirbúnings nýrra virkjana, þvert ofan í viðurkenndan meirihluta vilja atkvæðabærra manna, að hollast væri nú að hugsa vel okkar ráð, bíða, fara fram með forsjá. Það er hinn lýðræðislegi vilji. Sá vaxandi þungi náttúruverndar sem hefur hin síðari misseri lifnað er ekki bara barnaskapur, hugsjónaflónska eins og þeir segja fyrir austan og norðan sem hafa séð stofna hverfa úr hafi, nálæg mið tæmast, byggð dragast saman og innlendan iðnað hverfa. Örvæntingin í dreifðum byggðum landsins blekkir þá sem trúa að fagurt mannlíf hefjist í dreifðum byggðum með þrjú hundruð starfa verksmiðju. Bakki bjargar ekki Þingeyjarsýslum, Reyðarfjörður reddar ekki fámenninu fyrir austan. Og þeir sem fullyrða að velmegun megi enn um sinn halda uppi með nýjum virkjunum, nýjum verksmiðjum, nýjum þenslugjöfum verða á endanum að svara því: og hvað svo? Nýir atvinnukostir, stöðugri velferð gætu haldist í hendur væru okkur allir vegir færir. Ekki inn á fjarlæga markaði heldur nálæga. Fengjust þeir ruddir. Regluverkið sem brennt er í hugsun þeirra sem trúa á stóru lausnina: stóra virkjun og stóra verksmiðju, er fornt en virkar vel í mörgum gömlum nýlendum með einhæfa og veika framleiðslugetu. Okkur dettur ekki einu sinni í hug að spyrja: hvers vegna er framleiðni okkar svona slök? Og breyta vana okkar þegar svarið fæst. Og enn síður eru menn tilbúnir að varpa ábyrgð lífsafkomunnar á einstaklingana - hugkvæmni og frumkvæði þeirra - sem á endanum verða að bjarga sér. Nei, köllum á ríkisstjórnina, hringjum svo í næsta alþjóðlega auðhring, ryðjum lönd fyrir lón, tökum ný lán fyrir fleiri virkjunum. Það er sjálfstæð afstaða.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun